Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Side 24
Sjómenn vita vel hver Matthías Bjarnason er. Hann vat á áttunda áratuga aldarinnar. Hann setti á hið margbölvaða var með í færa landhelgina út í 200 mílur. Það er fleira um við Matthías, hann setti til dæmis lög á kjaradeilu sjómanna secji af kl u Idici n Þegar Sjómannablaðið Víkingur heimsótti Matthías Bjarnason á heimili hans í Garða- bæ, var kjaradeila sjómanna og útgerðar- manna í hámælum. Alþingi hafði daginn áður hafnað að taka frumvarp um lög á deil- una með flýtimeðferð. Stjórnarandstöðunni þótti ekki liggja eins mikið á og ríkisstjórn- inni. Reyndar leystu sjómenn úr mestu flækj- unni. Þeir buðu upp á frest sem útvegsmenn gátu ekki hafnað, þó svo grunur sé um að það hafi verið þeim sárt. Jæja, þegar við vorum búnir að koma okk- ur fyrir á skrifstofu Matthíasar á fallegu heimili hans og Kristínu Ingimundardóttir, barst talið, eðlilega að kjaradeilunni. „Þessi deila er vandleyst. Þó ég sé kominn út úr þessu öllu get ég ekki annað séð, og fundið, en að djúpstæð illindi séu á milli for- ystumanna í báðum örmum deilunnar. Þeg- ar slík illindi eru til staðar verða deilur tor- leysanlegar. Ég hefði talið hyggilegt ef ríkis- stjórnin hefði sagt við deilendur, þegar hvorki gekk né rak, að stjórnvöld vildu beita sér fyrir því að Iögin um verðlagsráð sjávarút- vegsins yrðu tekin upp aftur. Ef ég man rétt báðu allir aðilar um lög um verðlagsráð sjáv- arútvegsins á sínum tíma.Ég held að mörg- um árum síðar hafi allir beðið um að þau yrðu afnumin. Þá var tekið upp það kerfi sem nú er, sem mér þykir vera enn bölvan- legra en verðlagsráðið, þó svo margt hafi mátt setja út á það. Væri ég í ríkisstjórn nú hefði ég sagt við deilendur; „viljið þið þetta, þetta er okkar útspil. Það má gera breytingar á gömlu lögunum ef þið náið samkomulag um þær og þokist nær.“ Ég get reyndar trútt um talað þegar verið er að tala um setja lög á vinnudeilur. Meira að segja gaf ég út, fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar, bráðabirgðalög um lausn sjómannaverk- falls á árinu 1978. Það varð til þess að marg- ir sjómenn urðu mér reiðir. Það var búið að ná samkomulagi milli samninganefndanna, og ef ég man þetta rétt var það gert þrisvar, en sjómenn felldu samningana aftur og aftur. Því vil ég meina að það hafi verið fullreynt. Ég sé ekki eftir að hafa beitt mér fyrir þessu á þeim tíma. Sjómenn voru þess ekki um- komnir þá að ná samkomulagi sín á milli um kjarasamninga, þeirra samningamenn skrif- uðu þrisvar undir samninga og stóðu samt í sömu sporum. A þessum tíma komu á minn fúnd fulltúi útgerðarmanna og einn fulltrúi yfirmanna og þeir báðu mig um að sett yrðu bráðabirgða- lög. Þegar lögin voru til staðfestingar á Al- þingi var enginn maður harðari á móti þeim eða tók stærra upp í sig en þessi fulltrúi sjó- manna. Ég vil ekki nefna nafn hans, þar sem hann er dáinn. Fulltrúi útgerðarmanna var Kristján Ragnarsson. Það, hvernig þessi full- trúi sjómanna talaði eftir að hafa beðið um lögin, varð til þess að eftir þetta hafði ég alltaf skömm á honum. Hins vegar voru til menn, innan þessa hóps, sem ég reyndi aldrei af öðru en drengsskap þó þeir hafi verið harðir baráttumenn. Einn þeirra var Ingólfur Ing- ólfsson. Ef hann lofaði einhverju eða sagðist samþykkkja eitthvað, þá stóð það eins og stafur á bók. Ég á erfitt með að segja hver afstaða mín til þessara deilna í dag er. Ég er búinn að nefna að ég hefði boðið upp á verðlagsráðið og ef annar aðilinn eða báðir hefðu neitað því, þá hefði alla vega verið komið eitt útspil frá rík- isstjórninni. Meðan ekki er sjáanlegur grundvöllur fyrir sættir og illindin eru svo mikil þá á ríkisstjórnin úr vöndu að ráða. Ég hef staðið fyrir að setja lög á vinnudeil- ur, til dæmis á flugfreyjur. Það var búið að bjóða þeim svo margt að ég skammast mín ekkert fyrir að hafa gert það. Ég tel ekki að fá- mennur hópur starfsmanna geti stöðvað heila atvinnugrein. Lítill minnihluti hefur hæst, en fjöldinn lætur minna til sín heyra. Ég vildi ekki að þær settu Flugleiðir á haus- inn, hefðu þær verið kvaldar í kaupi, þá hefði ég aldrei beitt mér fyrir lagasetningunni. Þetta mál kom illa við forseta íslands. Það hefur ekki komið nægilega fram að ráðherrar verða að leggja frumvörp fyrir forseta íslands, sem felst á málið með því að rita nafn sitt. Þegar þingmenn flytja frumvörp þurfa þeir ekki að spyrja forsetann. Þegar bráðabirgða- lögin voru sett á flugfreyjur var ætlunin að málið færi með hraði gegnum þingið. Báðir 24 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.