Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1998, Page 40
Um brottkast á fiski 38. þing Farmanna- og fiskimannasamband íslands haldið í Reykjavík, dagana 26. - 28. nóvember 1997, lýsir verulegum áhyggj- um skipstjórnarmanna vegna þess hversu miklu er hent af sjávarfangi samfara núverandi reglum um stjórn fiskveiða, verðsamningum og framsali á leigukvóta. Greinargerð: Með því okurverði sem nú er á leigukvóta eru gerðir verðsamning- ar að kröfu kaupenda um sjávarfang sem sjálflcrafa leiða til þess að um- gengni um þann afla sem kemur í og á veiðarfæri allra fiskiskipa er oft óhagstæður miðað við kröfur um arðsemi veiða og vinnslu. Um örbylgjusenda 38. þing Farmanna- og fiskimannasamband íslands haldið í Reykjavík, dagana 26. - 28. nóvember 1997, fagnar tilkomu nýja langbylgjusendisins á Gufuskálum og þeim breytingum sem eiga sér stað í útvarpssendingum á langbylgju. Jafnframt skorar þingið á Rík- isútvarpið að nú þegar verði hafist handa við að koma upp örbylgju- sendum á eftirfarandi staði: Gufuskálum (í mastrið), Hænuvíkur- bjarg, Bolafjall, Gunnólfsvíkurfjall, Grænunípu, Háöxl og Grímsey. Greinargerð: Sjómenn eiga að geta notið útsendinga útvarps allra landsmanna eins og þeir sem eru í landi. Með tilkomu nýja langbylgjusendisins á Gufuskálum hefúr hlustun sjómanna á fjarlægum miðum gjörbreyst til hins betra. A ákveðnum svæðum á grunnslóð eru hlustunarskilyrði mjög slæm. Hægt er að bæta úr því með litlum tilkostnaði, eins og Orlofshús Félagsmenn athugið! Til leigu: íbuáir í Reykjavík Nánari upplýsingar á skrifstofunni í síma 462 1870 fax 462 5251 * SKIPSTJÓRA- OG STÝRIMANNAFÉLAG NORÐLENDINGA SKIPAGÖTU 14.602 AKUREYRI t.d. á eftirtöldum stöðum: Gufuskálum (í mastrinu), Hænuvíkur- bjargi, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli, Grænunípu, Háöxl og Grímsey. Á þessum stöðum hefur Póstur og sími h/f [Landssíminn] komið upp aðstöðu fýrir senda, þar er húsnæði og rafmagn. Við þessa staði er hægt að færa senda til og jafnvel fækka minni sendum, þar sem þessir staðir gefa meiri möguleika til sendingar fyrir alla landsmenn, það er til lands og sjós. Hafa ber í huga að hér er ekki aðeins um þjónustu að ræða, heldur einnig öryggismál fýrir sjófarendur við ísland. Um veðurfregnir 38. þing Farmanna- og fiskimannasamband íslands haldið í Reykjavík, dagana 26. - 28. nóvember 1997, ítrekar fýrri áskorun um að Veðurstofa íslands lesi spár fýrir djúpin í hverjum veðurfréttatíma. Þingið telur einnig brýnt að skipta norðurdjúpi í tvö spásvæði hið minnsta. Greinargerð: Á tímabilinu frá september og fram í maí er rækjuflotinn að veiðum djúpt í landgrunnsköntum vestur, norður og austur af landinu. Þau skip er þessar veiðar stunda eru af ýmsum stærðum og gerðum og því brýnt að veðurspá fýrir þessi svæði sé lesin jafn oft og veðurspár fýrir önnur svæði. Sú vegalengd er skipin þurfa að sigla frá þessum svæð- um í var, er víðast á bilinu 60-100 sml. Um stimpilgjöld á kaup- skipum 38. þing Farmanna- og fiskimannasamband íslands haldið í Reykjavík, dagana 26. - 28. nóvember 1997, beinir þeim eindregnu tilmælum til Alþingis fslendinga að samþykkja fýrirliggjandi frum- varp til laga um breytingu á ákvæði laga nr. 36/1978 sem kveður á um að stimpilgjöld af kaupskipum verði felld niður. Um verndun lífríkis sjávar 38. þing Farmanna- og fiskimannasamband íslands haldið í Reykjavík, dagana 26. - 28. nóvember 1997, fer þess á leit við stjórn- völd að áður en nokkur starfsleyfi verði veitt til reksturs magnesíum verksmiðju eða öðrum stóriðjuverum á Reykjanesi eða í öðrum lands- hlutum, skal það rannsakað að fullu hvort efnistaka vegna starfsem- innar gæti valdið hugsanlegri röskun á lífríki sjávar á þeim svæðum sem fýrirhuguð hráefnisöflun fer fram á. Um nýtt varðskip 38. þing Farmanna- og fiskimannasamband fslands haldið í Reykjavík, dagana 26. - 28. nóvember 1997, skorar á dómsmálaráð- 40 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.