Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Side 6
Mál á Alþingi Á síðasta ári fengu 44 skip- stjórar á fiskiskipum undan- þágu til starfa þar sem þeir höfðu ekki full réttindi. Þá fengu 86 yfirstýrimenn undan- þágu og 42 2. stýrimenn. Sam- tals eru þetta 172 menn sem störfuðu á 144 skipum. Sam- tals bárust 232 umsóknir í fyrra um undanþágu manna sem gegna þessum störfum. Veittar undanþágur voru 187, tak- markaðar undanþágur 19 og í 25 tilvikum var umsóknum 44skipstjórar a undanpágu hafnað. I einu tilviki reyndist umsókn óþörf þar sem um- sækjandi var með nægileg rétt- indi. Þetta kemur fram i svari Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi Hallvarðssyni alþingismanni um hvaða und- anþágur ráðuneytið hefði veitt til að gegna stöðum skipstjórn- ar- og vélstjórnarmanna á ís- lenskum skipum frá 1. nóvem- ber 1997 til sama tíma 1999. Guðmundur óskaði eftir að nafn skips sem tengist undan- þáguveitingu ásamt stærð þess og heimahöfn kæmi fram. Þetta gekk eftir og í svari ráð- herra er að finna lista yfir við- komandi skip og fjöldi beiðna um undanþágu á hverju skipi. Þegar litið er á listann yfir síð- asta ár kemur í Ijós að alls bár- ust 834 beiðnir um undanþágu skipstjórnar- og vélstjórnar- manna. Veittar undanþágur voru 681 sem skiptast á 358 skip. Á fjórum skipum var sótt um 15 eða fleiri undanþágur. Það eru Múlaberg ÓF 16 um- sóknir, Hríseyjan EA 18 um- sóknir, Björgúlfur EA 15 um- sóknir og Júlíus ÍS 17 umsókn- ir. ■ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra svaraði fyrirspurn flokksfélaga síns, Guðmundar Hallvarðssonar. Ný lög um rannsókn sjóslysa Samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um rannsóknir sjóslysa. Frum- varpið er að stofni til það sama og lagt var fram fyrir tveimur árum af þáverandi samgöngu- ráðherra en dagaði upp í þing- nefnd. Á þessu þingi hefur frumvarpinu verið breytt lítil- lega meðal annars með tilliti til athugasemda sem komu fram við meðferð málsins og um- sagna hagsmunaaðila á Al- þingi. í frumvarpinu erákvæði til bráðabirgða um að við gild- istöku laganna falli úr gildi skip- un núverandi rannsóknar- nefndar sjóslysa og skal ráð- herra eftir gildistökuna skipa rannsóknarnefnd sjóslysa samkvæmt lögunum. Eins og í fyrra frumvarpi er lagt til að sjóslysarannsóknir verði algjörlega sjálfstæðar og að því leyti hliðstæðar rann- sóknum flugslysa en hingað til hefur frumrannsókn sjóslysa verið hjá lögreglu og í sjópróf- um. Starfsemi rannsóknarnefnda sjóslysa verður því efld og sjálfstæði hennar aukið. Sam- hliða þessu frumvarpi er lagt fram frumvarp um breytingar á siglingalögum. Það hefur i för með sér að ekki verður lengur skylda að halda sjópróf. En samkvæmt frumvarpinu skal halda sjópróf fyrir héraðsdómi ef Siglinga- stofnun íslands, rannsóknar- nefnd sjóslysa, eigandi, út- gerðarmaður, leigutaki skips eða skipstjóri fyrir þeirra hönd, farmeigandi eða vátryggjandi skips, áhafnar, farþega eða farms eða lögreglustjóri, yfirvél- stjóri, meirihluti skipshafnar eða stéttarfélög viðkomandi sjómanna óska þess sérstak- lega. ■ 6 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.