Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Side 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Side 14
123 milljarðar Staða útlána innlánsstofnana og fjárfest- ingarsjóða til fyrirtækja í sjávarútvegi í lok síðasta árs nam 122,7 milljörðum króna. Árið 1998 var staðan 112 milljarðar og 94 milljarðar árið á undan. Þessar upplýsingar koma fram í svari Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns um lánveit- ingar til sjávarútvegsfyrirtækja. Fyrirspurn Jóhönnu var í nokkrum liðum og í svari ráðherra er tekið fram að ekki sé unnt að svara þeim öllum nema að takmörkuðu leyti. Meðal annars vegna þess að þær séu ekki aðgengilegar í upplýsingarkerfum lánastofnana og ekki sé hægt að veita upplýsingar sem geti rýrt samkeppnis- stöðu lánastofnana eða gangi gegn þagn- arskyldu. Jóhanna spurði í hve mörgum fiskiskip- um með aflahlutdeild hafi verið tekið veð fyrir þessum lánveitingum árlega síðustu fimm ár og hvað slik veðsetning liggi að baki háum lánveitingum. í svari ráðherra kemur fram að Byggðastofnun tók á árun- um 1995-1999 veð í um það bil 350 bátum og skipum og þar af voru um 250 smábát- VERKFRÆÐISTOFAN ehf FENGUR CONSUITING ENGINEERS TÆKNIÞJÓNUS1A SKIPAHÖNNUN VERKLÝSINGAR KOSTNAÐARÁÆTLANIR VERKEFTIRLIT HALLAPRÓFANIR * STÖÐUGLEIKAÚTREIKNINGAR BT-MÆLINGAR LESTAR- OG HLEÐSLUMÆLINGAR VELTITANKAR COI VERKFRÆÐISTOFAN FENCURenf CONSUITING ENGINEERS Trönuhrauni i 220 Hafnarfjörður Sími:565 5090 Fax:565 2040 ar. Áætlað er að fjárhæð lána á tímabilinu hafi numið samtals 3,6 milljarðar á verðlagi í ársbyrjun 2000, þar af um 700 milljónir vegna smábáta. Heildarfjárhæð lána Búnaðarbankans til sjávarútvegs hefur aukist úr 4,4 milljörðum í árslok 1995 í 11,4 milljarða í árslok 1998. Heildarútlán Landsbankans til sjávarútvegs voru 23,6 milljarðar í árslok 1995 en 38,3 milljarðar í árslok 1999. Heildarútlán ís- landsbanka til sjávarútvegs voru 8,9 millj- arðar 1995 en 24,5 milljarðar í árslok 1999. Um síðustu áramót voru 303 fiskiskip með aflahlutdeild veðsett hjá FBA. ■ Valgerður Sverrisdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir 14 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.