Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 21
Sigurjón Óskarsson í Vestmannaeyjum Ekki ánægður með árangurinn „Maður er alla vega ekki ánægður með árangurinn af þessu kerfi sem fræðingarnir segja að sé rosalega flott. En þeir lofa okk- ur ekki að veiða þegar fiskurinn er fyrir hendi eins og var fyrir tveimur árum. Þeir eru alltaf tilbúnir til að minnka veiðina en þegar ástæða er til að bæta við þá gera þeir það aldrei," segir Sigurjón Óskarsson skipstjóri í Vestmannaeyjum. „Þetta er orðið breytt mynstur varðandi netaveiðarnar. Nú er allir komnir með svo stóra möskva og eru þá að taka stærri fiskinn. En á sínum tíma var þorskurinn skertur rosalega og þá var ýsukvótinn auk- inn. Það bitnaði á öðrum tegundum þegar verið var að reyna að byggja upp þorskinn. Það var alveg Ijóst að eitthvað þurfti að gera til friðunar á sínum tíma en það er spurning hvort við höfum farið rétt að því. „Þetta er orðið breytt mynstur varðandi neta- veiðarnar. Nú er allir komnir með svo stóra möskva og eru þá að taka stærri fiskinn," segir Sigurjón Óskarsson meðal annars. En við getum líka spurt okkur hvernig á- standið væri ef við hefðum ekkert gert. Þetta eru ansi flókin fræði og ég er hrædd- ur um að ég vildi ekki vera útgerðarmaður í dag ef við hefðum ekkert gert. Við verðum hins vegar að vera opnir fyrir umræðu um ástandið og athuga hvort við erum á réttri braut. Það er lítið hlustað á okkur sjómenn og okkar reynsla lítils metin, sagði Sigurjón Óskarsson. ■ kostur á að svara en þeir kusu að nýta sér það ekki, það er þingflokkar Framsóknar- flokks og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. ■ rmúli 44 • IS-108 Reykjavík sími 595 3000 • fax 595 3001 • vaki@vaki.is • www.vaki.is 7/rawl7/éc___________ Fyrlr togskíp • Mælir átak og lengd á vírum • Stillanleg viðvörun fyrir átak og lengd • Sýnir átakið á línuriti • Sett í togskip 14m til 120m • Hentar vel fyrir veiðar með þremur trollum samtimis • Möguleiki fyrir tengingu við aflanema VVAKI DNG Fy Ir dragnótarbáta • Mælir átak og lengd á togi • Mælir raunhraða á voðinni yfir botni þegar híft er • Sýnir átakið á línuriti • Stillanleg viðvörun á beygjupunktum og átaki • Allt að þremur fleiri köst á dag Sjómannablaðið Víkingur 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.