Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 24
Ermil Ragnarsson skipaverkfræðingur vinnur að ítarlegri upplýs- ingasöfnun um sögu fiskveiðiflotans Saga sem aldrei hefur veríð skrífuð „Vinnuheitið er Fiskipaflotinn - tæknileg þróun og saga í hálfa öld. Að vísu eru nokkur ár síðan ég byrjaði á þessu þannig að þessi hálfa öld á kannski ekki alveg við Iengur. Ég hef lengi haft áhuga á þessum málum og starf mitt hjá tæknideild Fiskifélagsins og Fisk- veiðasjóðs var þess eðlis að ég var meira og minna að fást við þessa hluti. Ég reyni að nálgast þetta verkefni frá sjónarhóli skipa- fræðinnar,“ sagði Emil Ragnarsson skipaverk- fræðingur í viðtali við blaðið. Hann vinnur að söfnun ítarlegra upplýsinga um íslensk fiskveiðiskip undanfarin 50 ár og áætlar að ljúka verkinu innan tveggja ára. En hver var kveikjan að þessu starfi? ,Á sínum tíma gekkst Verkfræðingafélagið fyrir ráðstefnu undir heitinu Öflun sjávar- fangs. Þar vorum við Auðunn Ágústsson með erindi um þróun við gerð fiskiskipa. Það má segja að þarna hafi kviknað nokkur áhugi á að gera þessari sögu skil því hún hefur aldrei ver- ið skrifuð. Ég setti mér að gera grein fyrir sög- unni frá lokum síðari heimsstyrjaldar en þó er ég farinn að teygja mig aðeins framar.“ Endurnýjun togaraflotans -Þá byrjar mikil endurnýjun á flotanum? „Já. Það má segja að á árunum eftir stríð sé mesta endurnýjunarskeið sögunnar. Annars vegar er um að ræða 46 síðutogara sem voru að koma á þessum árum og allt fram til 1952 og hins vegar hátt á annað hundrað bátar yfir 12 Iestir að stærð.“ -Hvert sóttu menn þekkingu um hvernig þessi skip ættu að vera búin? „Það voru settar á laggirnar nefndir og heil- mikil skrif voru í blöðum, meðal annars í Víkingi, um nauðsyn þess að endurnýja tog- araflotann. Menn voru að skoða hvað ýmsar þjóðar voru að gera, meðal annars Frakkar og Bandaríkjamenn. Þessar þjóðir höfðu látið byggja díeseltogara en margir höfðu ekki trú á þeim. Endirinn var sá að samið var um þessi togarakaup í Bretlandi. Auðvitað var mikill munur á þessum skipum miðað við þann togaraflota sem var fyrir. Meginmunurinn var kannski sá að eimketillinn var olíukyntur í stað kolakyntur og þessi skip voru tvöfalt stærri en þau gömlu. Einnig var allur aðbún- aður annar og betri. Þessir nýsköpunartogar- ar, sem voru með gufuvél, af fimm togurum undanskildum, voru uppistaðan í togaraflot- anum næstu ár og áratugi. Á árunum 1957 til 1960 voru svo smíðaðir átta díeseltogara. Hluti þeirra kom í stað togara sem strönduðu eða fórust. Það var góð karfaveiði við Ný- fimdnaland 1958 og '59 og þá voru byggðir fimm stórir togarar í Vestur-Þýskalandi sem KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 Gufukatlar frá Bretlandi § Allar gerðir LEITIÐ TILBODA '< 24 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.