Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Page 33
nam 4 millj. 851 þús. og 640 ríkisdölum. Þetta skip þótti því ábatasamt tæki og engin eftirsjá að því þegar það eftir ár var selt til nið- urrifs sökum fúa og gliðnunar. Tréskipin ent- ust ekki vel í hitabeltisloftslaginu. Kínverskt postulín þótti ódýr vara þótt það væri flutt hálfan hnöttinn, og mun ódýrai vara en að framleiða hana í Kaupmannahöfn eða Meissen í Þýskalandi. Evrópubúar vildu ekki þó ekki líta við hinni fornu postlínsgerð kínverjanna og skreytingu sem byggð var á aldagamalli hefð. T.d. framleiddu kínverjar bolla, koppa og kirnur haldalausa. Hinir kín- verku postulínsmeistara urðu að beygja sig fýrir evrópskum smekk. Við vitum ekkert hvað hinir öldnu postulínsmeistara í King-te- chen hugsuðu þegar þeir voru að setja höld á kirnur, koppa og krúsir, samhliða randar- skreytingum, blómsutvafningum, myndum af evrópskum byggingum sem þeir höfðu aldrei séð, skjaldarmerkjum aðalsmanna og letri sem þeir gátu ekki lesið. En svona varð þetta fram að rómantíska tímabilinu í Evr- ópu, en þá þótti hin gamla postulínshefð kín- verjanna skyndilega fín, og ekki eingöngu hún, heldur kínverskur stíll í húsagerð og byggingum. Utflutningspostulínið frá Kant- on var þá kallað „austur indverskt“ til að- greiningar frá hinu „ekta“ kínverska postu- líni. Kínafarið Disco. Danskt Kínafar við mandarínakastalann í Bocca Tigris. Skipið á myndinni er teiknað með danska fánann, en venjan var sú að flagga með fána verslu- narfélagsins sem gerði út skipið. En snúum okkur þá frá hinni dönsku heimild um Kínaverslun og aftur að Arna frá Geitastekk. Veturinn 1760 ræður hann sig sem háseta á Kínafarið, drottningu Júlíönnu Maríu, sem var nokkuð stórt, vopnað kaup- far, búið 28 fallbyssum. Kaupskip voru vopn- uð á þessum árum vegna sjóræningja, sem sveimuðu um öll höf. Á skipi Árna var stór hópur hvers kyns yf- irmanna, svo og prestur, yfir-og undirlæknir og þeirra hjálparfólk. Yfirkaupstjóri og að- stoðarmenn, - auk 95 háseta og léttadrengja. Einn í yfirmannahópi kallar Árna „plundur- greifann“. Hans starfvar að hafa umsjón með hópi sláturdýra, mjólkurpenings og fiðurfjár, sem til siðs var að hafa á þessum langferða- skipum. Meðal gripa var forláta kýr og þó nokkuð forfrömuð, því þetta var hennar þriðja reisa til Kína. Undirbúningur um borð í skipinu byrjaði með hýðingu þeirra skipverja sem ekki mættu til skips á réttum tíma. Árni kom á Segull hf. Fiskislóð 2 til 8. Sími: 551 3099 Fax: 552 6282 Önnumst allar raflagnir og viðgerðir á bátum, skipum og verksmiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. Sjómannablaðið Víkingur 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.