Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2000, Side 42
Breska sjóslysarannsóknarnefndin
hefur lýst áhyggjum yfir fámenni í áhöfnum skipa í strandsiglingum í Evrópu og þar séu stöður skipstjórnamanna of langar.
stærð. Skipin verða smíðuð hjá Hyundai Heavy
Industries og eiga þau að afhendast á árunum
2001 til 2003. Þessi skip verða engin smásmíði
enda stærstu gámaskip heims og lengdin litlir 320
metrar með 43 metra í breidd sem gerir sautján
gáma þvert yfir skipin. Þau verða í siglingum
milli Evrópu og Asíu.
Of miklar vökur
Breska sjóslysarannsóknarnefndin, MAIB,
sendi nýlega frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst
var áhyggjum vegna vaxandi vinnuálags á skip-
stjórnarmönnum á minni kaupskipum f sigling-
um milli hafna í Evrópu. Bendir nefndin á að
mannleg mistök séu vaxandi orsök slysa og fækk-
un í áhöfnum skipar þar stóran þátt. Miklar vök-
ur séu algengar á minni kaupskipunum og hafa
nokkur skip strandað þar í landi á undanförnum
árum með skipstjórnarmann einan í brúnni og
steinsofandi.
Úff... enn pað fyllirí
Það er stundum gott að sleppa því að fara í
land þegar legið er í höfn erlendis. Þeir hefðu
nefnilega vel þegið það tveir ungir hásetar á
dönsku skipi, Hermann C. Boye, sem lá í Sharp-
ness eftir að galsi þeirra í landlegunni hafði geng-
ið aðeins of langt. Strákarnir tveir sem eru 17 og
19 ára voru á leið um borð eftir góðar stundir á
pöbbunum þegar þeir gengu framhjá bílalager
þar sem fleiri hundruð Ford Mondeo bílar biðu
eftir kaupendum. Ákváðu þeir að fara inn á
svæðið í stutta skoðunarferð og fengu sér sinn
hvorn bílinn til að prófa. Þar sem þetta voru allt
splúnku nýjir bílar þá voru þeir allir með lyklum
í en svæðið var vel girt en þeim tókst þó að kom-
ast í gegn. Þegar ökuferðum þeirra lauk voru 31
bi'll meira og minna skemmdir. Þótt sumir hafi
aðeins verið með smá skemmdum dæmdi Ford
alla bílana ónýta enda er enginn sem vill nýjan bíl
úr kassanum sem er aðeins beyglaður nema ef um
íslending væri að ræða. Samtals var tjónið metið
á 50 milljónir króna. Strákarnir komust um borð
án þess að nokkur vissi afþessu ævintýri þeirra en
það var ekki fyrr en daginn eftir sem leikur þeirra
komst upp. Lögreglan var reyndar eltki lengi að
átta sig á því hvert þeir ættu að leita að sökudólg-
unum því megn fiskifyla var í báðum bílunum
sem keyrðir voru um svæðið. Hafði skip þeirra
verið að losa fiskimjöl og má segja að farmurinn
hafi orðið lögreglunni til hjálpar. Þeir neituðu í
fyrstu að vera viðriðnir málið en viðurkenndu svo
að lokum. Voru þeir umsvifalaust reknir frá
skipafélaginu og dregnir fyrir dómstóla í Bret-
landi þar sem þeir voru dæmdir í átta og sex mán-
aða fangelsi. Nú er verið að reyna finna út hvaða
tryggingar muni borga tjónið en ljóst er að trygg-
ing skipsins sleppur við að borga.
Eiturefnafarmur endursendur
Gámaskipið Wanhe varð í byrjun febrúar að
láta úr höfn í Vancouver með fjórtán gáma sem
þar áttu að fara í land þegar uppgötvaðist að í
þeim var eiturefnið PCP. Farmurinn kom frá
bandaríska hernum í Japan og átti að fara í end-
urvinnslu í Ontario þegar fjölmiðlar fengu veður
af farminum. Þótt ekki séu neinar kröfur varð-
andi PCP í Kanada sem banna að koma með efn-
ið inn í Iandið varð þó að gera það að þessu sinni
vegna mótmæla og mikillar umfjöllunar þar-
lendra fjölmiðla. Þegar skipið hélt út úr höfninni
höfðu Greenpeace sett borða á síðu skipsins sem
á stóð „Poision PCP - Return to sender"
Endalok Decca keðjunnar
Nú er Decca staðsetningarkerfið endanlega
þagnað. f Danmörku var slölckt á kerfinu í lok
janúar s.l. en endalokin urðu þó í Church House
í London þar sem kerfið var endanlega lagt niður.
Kerfið er búið að þjóna sjófarendum allt frá árinu
1944 en þá geisaði styrjöld um heim allan. Var
kerfið notað við innrásina í Normandí á D-dag-
inn en áður höfðu njósnarar leitað uppi tundur-
duflasvæði og með aðstoð decca keðjunnar
komust skipin framhjá þessum hættum. Decca
kerfið hefði átt möguleika á heimsútbreiðslu en
svo varð ekki og má segja að ástæðan hafi verið sú
að Decca Navigator, síðar Racal Decca, leigði
móttakarana í stað þess að selja. Þó nokkur ís-
lensk skip voru búin slíkum móttökurum s.s eins
og síldveiðiskipin sem voru að veiðum í Norður-
sjó um og eftir 1970 og einstaka kaupskip. Merki
keðjunnar náðu þó ekki til íslands að undan-
skyldu því að hægt var að ná merkjum upp undir
landssteina á suðausturströndinni.
Dópsmygl
Níu tonn af kókaíni fundust um borð I kólóm-
bísku flutningaskipi í höfninni Arica í Chile.
Skipstjóri skipsins, sem er perúmaður, viður-
kenndi að hafa tekið kókaínið um borð eftir að
hafa fengið líflátshótanir ef hann ekki yrði við
þeim fyrirmælum. Hann hafði verið á siglingu á
opnu hafi þegar kókaíninu var komið fyrir um
borð og var áhöfninni sem er 20 manns ásamt
skipstjóra varpað í fangelsi og bíða þeir nú dóms
fyrir smygl á eiturlyfjum.
Dómur fallinn
I síðasta tölublaði var frásögn um mál þar sem
þrír þjóðverjar voru enn á ný dregnir fyrir dóms-
stóla sökum skipstapa sem hafði orðið 10 árum
áður. Skipið sem um ræðir hét Scantrader en
42
Sjómannablaðið VIkingur