Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 9
dætur, og var hann afar lánsamur skip- stjóri og sjósóknari. Hann var alla tíð bátamaður og héll sig á bátum og seinna trillum allt fram á andlátsdag sinn. Hann missti aldrei mann, en bjargaði mannslíf- um. Ásgrími bróður sínum bjargaði hann frá drukknun þegar báðir voru tiltölulega ungir menn. Það undarlega var að Ás- grímur talaði ekki við Eyleif bróðir sinn, eftir lífsbjörgina, í mörg ár. Hann gat ekki fyrirgefið honum að bjarga sér og kippa sér inn í jarðlífið á ný, úr þeirri himnasælu sem hann var farinn að upp- lifa í sjónum nærri dauða en lífi. Þetta var ekki einsdæmi og nokkuð um að slíkt hafi gerst. Eiginkona Eyleifs var Sigríður Sig- mundsdóttir frá ívarshúsum á Akranesi. Fædd á Akranesi 19. maí 1900. Látin 19. mars 1972, foreldrar hennar voru; Sigmundur Guðbjarnason 1858 - 1915 útvegssbóndi í ívarshúsum og kona hans Vigdís Guðríður Jónsdóttir 1855 - 1921 . Þau byggðu sér heimili í landi ívars- húsa og nefndu Lögberg, en það hús stendur enn við Mánabraut 4 á Akranesi. Börn þeirra voru: Guðmundur Halldór Eyleifsson 1919 - 1974 Borg. 1930. Sjómaður og formaður á Akranesi. ísak Eyleifsson 1923 - 1991. Sjómaður á Akranesi, síðar fisksali í Reykjavík. Síð- ast búsettur í Kópavogi. Viggó Jón Eyleifsson 1925 - 1950. Sjó- maður á Akranesi. Ingileif Eyleifsdóttir 1928 - 1990. Húsfreyja á Akranesi. Ársæll Eyleifsson 1929 - 2001 Sjó- maður á Akranesi. Oddný Eyleifsdóttir 1931 Búsett í Danmörku Einar Skafti Eyleifsson 1933 - 1994 Netagerðarmaður og bifreiðarstjóri á Akranesi. Jóhannes Jón Eyleifsson skipstjóri og formaður á Akranesi 1944. Einnig ólu þau upp Eyleif Hafsteins- son, son lngileifar, rafvirkja og fótbolta- mann á Akranesi. Eyleifur var sjómaður af lifi og sál alla Uð. Eftir að hafa verið skipstjóri á ýms- um bátum í gegn um tíðina, þá hóf hann útgerð á 4 tonna trillu sem hann gerði út úm árabil, Bára AK 2. Síðustu árin reri hann með syni sínum Jóhannesi á Leifa AK2 og Eymari dóttursyni sínum á Ebba AK. Hann hafði oft á orði að hvergi annars- staðar myndi hann vilja enda ævi sína en í sjó, eftir að hafa hlýtt á reynslu Asgríms bróður síns. Honurn varð að ósk sinni. Hann var á leið í róður með Jóhannesi syni sínum þegar honum skrikaði fótur °g hann rann út af bryggjustúfnum neð- an við heimili sitt og hafnaði í sjónum. Honum var bjargað úr sjónum af nær- stöddum, en hann vissi hvert stefndi og bað viðstadda um að leyfa sér að fara og lést hann andartökum síðar, saddur líf- daga og að loknu ærnu dagsverki. Ekki löngu áður hafði hann dregið nokkrar stórlúður með Jóhannesi syni sínum.Eyleifur var annálaður lúðuveiði- maður ásamt öðrum veiðiskap og stund- um lygi líkast hversu fiskinn hann var. Eitt sinn var hann að fara í laxveiði með Eyleifi dóttursyni sínum og var farið með hann niður á sementsgarðinn í Akranes- höfn til að æfa hann í að kasta fyrir lax, en laxveiðar hafði hann ekki stundað áður. Sá gamli kastaði, og viti menn hann dró lax þarna á garðinum. Ekki á hann Eyleif logið sögðu menn. Eyleifur ísaksson d yngri drum. Eyleifur slasaðist illa á hendi um borð í bát sem hann var formaður á eitt sinn, hann lenti með handlegginn í vél sent sló lil baka. Annar handleggurinn brotnaði afar illa. Læknar sögðu að aðalástæðan fyrir því að handleggurinn greri þó það vel að hann var nothæfur eftir, var mikill og góður kalkbúskapur eftir mikla fiskneyslu. Úlnliðurinn var stífur allar götur síðan. Eins var hann urn borð í m/s Laxfossi þegar hann strandaði í aftaka- veðri við Kjalarnestanga árið 1939, en þá var hann að fylgja Einari Skafta syni sín- um sem var illa haldinn með sprunginn botnlanga, til aðgerðar í Reykjavík. En þeir náðu til læknis í tæka tíð þrátt fyrir það, en litlu mátti muna. Haraldur Böðvarsson - útvegur á Akranesi Upp úr árunum 1920 var það mál manna að ekki væri hægt að gera út á vetrarvertíð frá Akranesi, ekki væri mik- ils afla að vænta, engin hafnarmannvirki og mikil togaragengd í flóanum. Öll út- gerð Akurnesinga á vetrarvertíð fór fram suður með sjó og þá aðallega Sandgerði. Og voru það Akurnesingar sem byggðu Sandgerði upp sem verstöð, eltir að Matthías Þórðarson frá Móurn hafði gert þar út um skeið í félagi við danska, við hafnleysi og slæm skilyrði. Árið 1924 reyndu tveir bátar að róa á vetrarvertíð frá Akranesi að frumkvæði Reykvíkingsins Helga Ebenezerssonar sem gerði út bátinn Ebba og Guðjón Jónsson á Ökrum gerði út bátinn Von. Báðir voru litlir, Ebbi 6 lonn og Vonin 4 tonn. Þeir sóttu á grunnmið við Akranes en aðeins fram til áramóta. Næsta ár voru sömu bátar gerðir út frá Akranesi. En Eyleifur var tekinn við for- mennsku á Ebba. f ævisögu Haraldar Böðvarssonar, í fararbroddi, sem Guð- mundur Gíslason Hagalín ritaði svo listi- lega segir: „ Eyleifur ísaksson, kapps- maður mikill, djarfur og harður af sér og ágætur sjómaður. Hann hóf róðra um það bil mánuði fyrr en venja var í Sand- gerði og sótti á djúpmið. Hann aflaði vel og sótt æ lengra, eftir þvi sem meira leið á vertíðina. Höfðu Akurnesingar aldrei sótt svo langt undan landi, nema í þann tíð sem stundaðar voru hákarlaveiðar. Raunin varð sú, að Eyleifur aflaði bezt, þegar hann reri sem lengst, og kom hann oft að landi með sökkhlaðinn bátinn. Varð hlutur á bálnum á fimmtánda hundrað krónur og þótti það feikna mik- ið á svo lítinn farkost. Mörgum fannst Eyleifur sækja glannalega sjó, en sann- leikurinn var sá, að þó að hann væri djarfur, fór hann ekki á djúpmið nerna honum þætti veður einsýnt, og bátinn hlóð hann með tilliti til sjólags og veð- urs. Kom það oft fyrir að hann varð að láta menn sína gogga af nokkrum hluta línunnar í sjóinn. „ Ég leit stundum und- an þegar þetta var gert.“ Var eftir honum haft. „Og ef ég hefði verið sérlega við- kvæmur, þá hefði ég tárfellt" Menn hlógu að þessu, því það var hald þeirra að Ey- leifi ísakssyni væri ekki sérlega grát- gjarnt.“ Næsta vetur var Víkingur, bátur Har- alds laus og og Haraldur átti inni greiða hjá Helga Ebenezerssyni og varð úr að Eyleifur gerðist skipstjóri á m/b Víkingi, og hóf róðra strax eftir nýárið. Við gríp- um aftur niður í ævisögu Haraldar; „ Suma daga kont Víkingur með eins mik- ið að landi og liann flaut undir, og fyrir kom, að Eyleifur varð að láta fleygja því sem var á þeirri linu sem seinast var dregin. Og ekki hlekktist honum á. Þó að hann sækti fast, reyndist hann um leið varfærinn. Og sjómennska virtist honum í blóð borin, auk þess sem hann hafði þegar fengið langa æfingu. Reyndist hluturinn á Víkingi á þessari vertíð fullar tvö þúsund krónur. Og víst var um það, að Eyleifur hafði l'yllstu ástæðu til að vera ánægður með tilveruna. Hann hafði unnið sér óskorðað traust allra, sem með honum voru á sjónum, og aðrir samborg- arar hans á Akranesi voru honum mjög þakklátir." Ekk má gleyrna, að sönnu, að grunnur- Sjómannablaðið Víkingur - 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.