Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Qupperneq 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Qupperneq 50
Unnið að reglum um umhverfismerkingar Á Fiskiþingi 14. maí hélt Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra rœðu og sagði þar meðal annars: í samstarfi Norðurland- anna hefur lengi verið unnið að því að koma reglum um umhverfismerkingar á dag- skrá FAO. Mikil vinna hefur verið lögð í það verkefni, og er skylt að þakka Fiskifélag- inu og forystumönnum þess fyrir ötult og óeigingjarnt starf á þeim vettvangi. í fyrra var málið loks tekið til alvar- legrar umfjöllunar í FAO, og haldinn var fundur sérfræð- inga víða að úr heiminum til að setja saman drög að leið- beinandi reglum um um- hverfismerki og notkun þeirra. Skýrsla þess starfshóps var samþykkt á fundi undirnefndar FAO í febrúar og verður haldinn stór fundur allra aðildarríkjanna í október þar sem nánar verður farið yfir tillögur sérfræðinganna. Náist sátt um tillögur á þeim fundi má reikna með að fiskveiðinefnd FAO samþykki þessar leiðbeinandi reglur og þar með er helsta markmiðinu náð sem lagt var upp með. Næsta skref verður svo greinin sjálf að stiga, þ.e. kaupendur og seljendur. Það er ykkar sem starfa í greininni að nýta þá möguleika sem hugsanlega felast í því að geta sett merki á vöruna sem upplýsir neytandann um að fiskurinn komi úr stofni sem er nýttur með sjálfbærum hætti. Það verður að gera ráð fyrir að að- ilar sem ætla að hasla sér völl á þeim markaði, sem þetta er, verði að geta vísað til þess að þeir fylgi þeim leiðbeinandi reglum sem FAO hefur sett til að njóta trausts. Þannig verður til grundvöllur að samkeppni þar sem aðilar byggja á sam- bærilegum forsendum. Alþjóðleg stórfyrirtæki eru farin að beina sjónum sínum æ meira að uppruna þeirrar vöru sem þau selja, ekki einungis holl- ustu og öryggi vörunnar, heldur líka á- hrifum nýtingarinnar á umhverfið. Hvað fiskinn varðar er spurt hvorl hann komi úr stofni sem er nýttur á sjálfbæran hátt. Almennt hefur ekki verið unnt að svara því með óyggjandi hætti, enda engin full- nægjandi skilgreining til auk þess sem aðstæður eru misjafnar rnilli stofna og svæða. Með leiðbeinandi reglum FAO verður til grunnur að slíku mati sem ætti að leiða til þess að einstakir stofnar verði metnir á út frá sama grunni. Nú er stað- an sú að mörg þessara fyrirtækja hafa farið þá leið að setja eigin kröfur til veiða og nýtingar stofna áður en þau selja af- urðirnar sem afurðir úr stofni sem nýttur er með sjálfbærum hætti. Sem dæmi má nefna Carrefour, McDonalds og Unilever. Umræður og kröfur kaupenda um ör- yggi sjávarafurða hafa jafnframt aukist á undanförnum árum og munu aukast enn frekar í framtíðinni. Það er mikil áskorun fyrir okkur íslendinga að viðhalda og renna styrkari stoðum undir það góða orðspor sem íslenskar sjávarafurðir hafa í dag. í gegnum tíðina hefur það sýnt sig að neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum getur á stuttum tíma eyðilagt jákvæða ímynd af- urða senr tekið hefur áratugi að byggja upp. Útflutningstekjurnar eru því háðar því að við tryggjum öryggi sjávarafurða, rekjanleika þeirra og að við gelunr sýnt fram á að þær séu öruggar með hliðsjón af þeim lögum, reglugerðum og kröfum markaðarins sem gilda á hverjum tíma á hinunr mismunandi markaðssvæðum is- lenskra sjávarafurða. Gildir þar einu unr hvort um er að ræða ferskan fisk, unnar afurðir eða fiskeldi. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rí) hefur á að skipa sér- fræðingunr á sviði örvera og mengandi efna en frekari uppbygging á þessu sviði er mikilvæg fyrir sjávarútveginn í fram- tíðinni. Ámi M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra. íslandi allt Frakki, Breti, Svíi og íslendingur fóru saman í ferð með Ioft- belg. Þeir njóta ferðarinnar og útsýnisins þar til þeir uppgötva að loftbelgurinn lækkar sig óðfluga. Til þess að bjarga loftbelgn- um og félögunum segir Bretinn: God save the queen, og stekkur fyrir borð. Loftbelgurinn hækkar nú Ilugið en ekki líður á löngu þar til hann fer aftur að lækka sig ört. Nú er það Frakkinn sem stendur á fætur og hrópar: Vive la France og stekkur fyrir borð og bjarg- ar þar með loftbelgnum og hinum. En ekki vill betur til en svo að loftbelgurinn byrjar enn að lækka sig og útlitið ekki gott. Þá rís íslendingurinn á fætur og hrópar: íslandi allt!. Tekur síðan Svíann og hendir honum fyrir borð. Sumarhitinn Konan vaknaði á mjög heitum sunnudagsmorgni og fór að kvarta undan hitanum við rnann sinn: - Ég get bara ekki hugsað mér að vera í fötum í dag. Hvað heldur þú að nágrannarnir segðu ef ég væri að dunda í garðin- um í dag allsber? - Þeir segðu ábyggilega að ég hefði gifst þér til fjár. 50 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.