Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 56
Afli kaldur og verð há
Optimar ísland ehf. er að framleiða
Optim-Ice ísþykknivélar. Vélarnar eru
seldar bæði hér innanlands og á erlenda
markaði og hefur sá erlendi yfirhöndina,
sem betur fer. í lok síðasta árs fengum
við mikið af verkefnum. Seldum þrjár
stórar ísþykknivélar með forðatönkum
hér á heimamarkað sem hafa skilað mjög
góðum árangri. Við höfum einning skilað
af okkur stórri pöntun í tvö skip hjá Fis-
hery Products Inc. í Kanada, sem eru
tvær vélar af okkar stærstu gerð ásamt
forðatönkum. Vélarnar hafa nú verið
uppsettar og prófaðar. Fór helsti sér-
fræðingur Optimar ísland til Kanada og
fór með þeim í fyrsta túrinn til að kenna
áhöfninni að nota ísþykknið og nýju
Sæplast körin sem þeir voru að fá sér.
Voru þeir himinlifandi með árangur.Eru
FPI núna með í ísþykknivélar í fjórum
skipum frá Optimar ísland. Betri með-
mæli getur maður ekki óskað sér.
Við höfum nýverðið afhent fyrstu
rekkalausnina okkar til íran, en rekka-
lausn er ísþykknikerfi til tengingar inná
kælikerfi sem er til staðar, þannig sparast
hlutar til ísþykknivélanna og kerfið því
ódýrara og hagkvæmara fyrir kaupand-
ann. Við getum skaffað ísþykknivélar
sem rekkalausnir sem nota annað hvort
R-404A. R-507 eða R-717 ammónía,
hvort heldur sem pumpu kerfi eða Dx
kerfi.
Veiðin stórjókst
„Við vorum að afgreiða tvær góðar
pantanir í grænlenska togara í eigu sömu
útgerðar. Þeir byrjuðu á að kaupa eina
litla vél og lýstu ánægju með vélina, en
sögðu hana ekki duga sér þar sem rækju-
togarinn hefði veitt miklu meira en þeir
SÍRITAR
• Litlír (17 mm þvermál)
• Sterkir
• Varanlegir
• Ódýrir
KæliVelar
KÆLIVÉLAVERKSTÆÐI
• Sí 587-4530 • F: 557-2412 •
ísþykknivél af gerð BP-120 eins og verið var
að selja í Málmey SK.
hefðu gert ráð fyrir. Er þeir keyptu sér
annan togara ákváðu þeir að kaupa af
okkur tvær vélar af stærstu gerð og eina
litla með, til að nota á millidekki. Báðum
vélunum fylgir forðatankur þannig að
þeir ætla sér að eiga frekar of mikið en of
lítið af ísþykkni á rækjuna, sem þeir af-
henda ferska í land. Maður frá Optimar
var við störf um borð við að kenna réttu
handbrögðin. Við erum líka nýbúnir að
afhenda eina vél og tank til Skotlands í
nýsmíði þar“ segir Guðmundur Jón
framkvæmdastjóri hjá Optimar ísland
ehf.. Nú síðast vorum við að selja eina
BP-120 vél í Málmey SK sem nota á til
kælingar á millidekki.
Við höfum einbeitt okkur að því að
undanförnu að laga verkferla og auka
gæði framleiðslunnar hjá okkur. Að auki
eru við komnir með þrjár mismunandi
útfærslur af hverri vél, B útgáfa sem er
stöðlug útgáfa BP sem er stöðlug útgáfa
en með innbyggðum forkæli, og BT út-
gáfu þar sem T stendur fyrir „tropical“
eða hitabeltis útgáfu þar sem sjóhiti er
allt að 32° C. Þannig náurn við að halda
einfaldleikanum í framleiðslunni, en að
auka sveigjanleika ísþykknivélanna til að
passa betur við þau kjör sem þær þurfa
að búa við.
Við rákumst á eftirfarandi grein í Fis-
hing Monthly þar sem skrifað var um ár-
angur Challenge II UL33 í sumarhitum
sl. sumars. „Frábært veður fyrir
skemmtisiglingu, en martöð fyrir veiði-
ferð. Ég bjóst við lágum verðum, en var
hæstánægður með að fá hæstu verð,
þetta er allt ísþykkninu að þakka. Ég er
hæstángæður með að geta sótt aíla óháð
veðri eða hitabylgjum.“
ísþykknið kælir hraðar, hindrar bakt-
eríuvöxt og eykur líftíma.
Sjötti Lagarfossinn tekinn í notkun
Hínn nýi Lagarfoss
Eimskip hefur tekið í notkun nýtt
skip sem nefnt hefur verið Lagarfoss
og er skipið hið sjötta í röðinni sem
ber þetta nafn. Fyrsti Lagarfossinn
kom tíl landsins árið 1917 en var
smíðaður 1904. Skip félagsins hafa frá
upphafi verið nefnd eftir íslenskum
fossum. Hinn nýi Lagarfoss er gáma-
skip smíðað í Japan árið 1995 og er
130 metra langt og 10.740 brúttótonn
við fulla lestun. Gámageta skipsins er
841. gámaeiningar og á því eru tveir 40
tonna kranar.
Lagarfoss mun sigla svokallaða suð-
urleið og láta úr höfn í Reykjavík á
miðvikudögum. Þaðan siglir skipið til
Vestmannaeyja, Immingham og Rotter-
dam og mun m.a. flytja ál frá álveri
Alcan í Straumsvík. Að undanförnu
hefur leiguskipið Hanseduo verið í
ferðum á suðurleið en því hefur nú
verið skilað til eigenda sinna.
56 - Sjómannablaðið Víkingur