Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 16
Ströndin var mér góður skóli Sœmundur Guðvinsson rœðir við Halldór V. Guðmundsson skipstjóra á Dettifossi um farmennskuna og ferilinn til sjós Halldór V. Guðmundsson er búinn að stíga ölduna í um eða yfir 40 ár og nær allan þann tíma hefur hann siglt hjá Eim- skip. Hann hefur verið skip- stjóri hjá félaginu í meira en aldarfjórðung og er nú skip- stjóri á Dettifossi. Það er stærsta skip Eimskips ásamt Goðafossi, sem er systurskip, en þau eru 14.664 BT. Þetta er fimmta skip Eimskips með heitinu Dettifoss. Sjómanna- blaðið Víkingur spjallaði við Halldór vítt og breytt um far- mennskuna og þar bar margt á góma. Sitthvað úr því spjalli fer hér á eftir. Halidór er fæddur og uppalinn á ísa- firði og segir að það hafi bara um tvennt að velja; að fara á sjóinn eða í frystihús- ið. En hann hafi alltaf ætlaði á sjóinn, enda á hann ættir að rekja til sjómanna bæði í föður- og móðurætt og þetta lá því beint við. - Fyrsta launaða starfið á sjó var þegar ég fór sem hálfdrættingur á togarann Pét- ur Halldórsson, þá 14 eða 15 ára gamall. Ég er gagnfræðingur úr sjóvinnudeild Lindargötuskóla í Reykjavík og við fór- um flestir á togara milli þriðja og fjórða bekkjar. Svo þegar ég kláraði 4. bekk langaði mig til að prófa farmennskuna jafnframt því sem ég stefndi á Stýri- mannaskólann. Til að fá inngöngu í skól- ann og síðan réttindi þurfti siglingatíma. Mér tókst að fá starf sem viðvaningur hjá Eimskip og var í hópi þeirra sem sóttu Reykjafoss lil Danmerkur 1965. Pað þótti upphefð að sækja nýtt skip og strákarnir fóru að spyrja hver væri pabbi minn. Voru sannfærðir um að ég væri sonur einhvers stórkalls hjá félaginu, en ég þekkti engan þar á bæ. En yfirleitt var það svo að þeir sem fóru að sækja nýtt skip voru synir einhverra manna sem áttu eitthvað undir sér og síðan fóru þeir bara af þegar skipið var komið heim. Ég fór svo yfir á Skógafoss, systurskip Halldór í siglingu með son sinn og alnajna semfœr að skarta húfunni. 16 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.