Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Qupperneq 24
Hilmar Snorrason skipstjóri ur heimi Fuglaflensan Sjúkdómurinn sem upp kom í hænsníúglum í Asíu og kölluð var fuglaílensa skók heimsbyggðina um stund. Svo var einnig um flutningaheiminn því þá opnuðust augu manna fyrir því hversu stór flutningamarkað hér var um að ræða. Árið 2002 voru 9,6 milljón tonn af hænsnfuglum fluttir sjóleiðis en frá Hong Kong voru 602 þúsund tonn flutt út en næst kom Klna með 565 þús- und tonn og í þriðja sætið var Thailand með 552 þúsund tonn. Fyrstu 11 mánuði ársins 2003 voru aðeins flutt 136 þúsund tonn frá Thailandi til Evrópu eða sem svarar 1800 gámaeiningum mán- aðarlega. Innflutningsbönn á fiðurfé frá Asíu hefur því haft veru- leg áhrif á frystiflutninga og var meðal annars 1000 gámum neitað um landvist í Evrópu og sendir heim aftur. Sjórán Á síðasta ári voru 445 sjórán tilkynnt en það er veruleg aukn- ing frá því árinu á undan. Þá voru 320 sjórán tilkynnt en jafn- framt varð aukning á manndrápum úr 10 í 21. Þrátt fyrir ýmiss úrræði og meira eftirlit á þeim hafsvæðum sem flest sjórán eru framin verður aukning á þeim. Tími gámaskípa í höfn verður stöðugt styttri því umskipun tekur æ skemmri tíma. Gámamet Nýtt heimsmet var sett nýlega í höfninni í Tanjung Pelepas í losun og lestun á gámaskipi. í umskipun á gámum fóru um gámaskipið A.P Moller 340 gámar á klukkutíma sem eru fjórum gámum meira en fyrra met frá árinu 2001. Samtals vora 4316 gámaeiningar í þessari umskipun. Með þessum hraða tæki það rétt rúma átta tíma að losa og lesta fullfermi af gámum í stærsta gámaskip Eimskipa, Goðafoss. Stærsta skip heims Nú fer ferðum Jahre Viking um heimshöfin að fækka en þetta heimsins stærsta skip sem mælist 564 þúsund tonn að stærð mun brátt verða breytt. Skipið var upphaflega smíðað árið 1976 en var lengt 1980 sem gerði það að stærsta skipi sem nokkra sinni hefur siglt um heimshöfin. Skipið var þá orðið 458 metra langt og hafði þá nafnið Seawise Giant. Ljóst var orðið að lítið annað beið skipsins en niðurrif innan tveggja ára sökum hertra alþjóðlegra reglna um olíuflutningaskip. Pess í stað hefur tekist að gera þriggja til fimm ára samning við Maersk Oil Quatar, sem tekur gildi í júlí n.k., um að nota skipið sem fljótandi oliugeymslu. Jahre Viking er í norskri eigu. Meira um stór skip Það mátti ekki miklu muna fyrir skömmu þegar risaolíuskip fékk ónýta brennsluolíu um borð í skipið í höfn í Persaflóa. Það var ekki fyrr en skipið var komið í Suður-Kínahaf að þessi olía hafði þau áhrif að allar vélar skipsins hrandu sökum olíunnar. Skipið varð því rekald eftir en hefði þessi atburður átt sér stað tveimur dögum áður þá hefði að líkindum orðið stórkostlegt ol- íuslys þar sem skipið var þá að sigla um Malakkasund. Passar fyrir sjómenn Alþjóðavinnumálastofnunin ILO hefur nú hafið hönnun og gerð sérstakra auðkennisskírteina fyrir alla heimsins sjófarendur. Talið er að gera þurfi 1,2 milljónir korta í þessum tilgangi og er þeim ætlað að auðvelda sjófarendum lífið í stöðugt strangara eft- irliti í höfnum og þar á meðal að auðvelda þeim möguleika á landgönguleyfi í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa sérstak- lega verið gagnrýndir fyrir að gera sjófarendum erfitt um vik að komast í land. Hann átti ekki að sleppa Spáni hefur nú verið stefnt fyrir Mannréttindadómstólnum í Strasbourg vegna fangelsunar og kyrrsetningar 69 ára gamla skip- stjórans af olíuflutningaskipinu Prestige sem brotnaði í sundur og sökk undan norður Spáni. Spönsk yfirvöld settu kröfu um 266 milljóna ísl. króna tryggingu fyrir kallinn sem síðan enginn vildi borga. Er Spánverjum stefnt sökum þeirra kröfu sem er einhver sú mesta trygging sem krafist hefur verið í þessum geira. Siglingavernd Nú fer brátt að hellast yfir heimsskipaflotann alþjóðakröfur um Siglingavernd sem eiga að taka gildi eftir 1. júlí n.k. Allar útgerðir í kaupskipasiglingum keppast við að búa skip sina varnaráætlun- um sem eiga að mæta þessum kröfum sem þvingaðar voru fram af Bandaríkjamönnum í kjölfar 11. september. Nú rétt tæpum tveimur mánuðum fyrir gildistökuna hefur 95% skipa undir Lí- beriufána fengið útgefin nauðsynleg skírteini þar af lútandi og teljast því reiðubúin að takast á við þá ógnun sem steðja að keup- skipum frá hryðjuverkamönnum. Skemmtiferð eða hvað? Skemmtiferðaskipið Pacific Sky verður vart talið skenrmtilegt fyrir þá 140 farþega og 10 skipverja sem smituðust af svokölluð- uin Norovírus fyrir skemmstu. Var þetta í annað sinn sem þessi skæði víras skaut upp kollinum um borð í skipinu og ekki var annað að gera en að setja alla þessa 150 veiku einstaklinga í ein- angrun um borð í skipinu. Skipið sem var á siglingu i Suður Kyrrahafi var snúið til Sidney í Ástralíu þar sem farþegunum var komið á sjúkrahús og skipið sett í sótthreinsun eina ferðina enn. Bandaríska aðferðin Rússneskur stýrimaður á efnaflutningaskipi Latavian Shipping Company var fyrir skömmu vísað úr landi í Bandaríkjunum og mátti fljúga heim til Rússlands. Hann átti nú síst von á slíkum mótttökum þar í landi þegar skip hans kom til hafnar i Port Arth- ur í Texas á laugardegi. Það var reyndar ekki fyrr en á mánudegi sem tollgæslan sá sér tíma að fara um borð í skipið. Skipið hafði þá legið við bryggju í einn og hálfa sólarhring án þess að hafa möguleika á að fá tollafgreiðslu. Þegar tollgæslan mætti á staðinn var stýrimaðurinn að nýta sér þá tækni að geta hringt heim og láta vita af sér en það var símaklefi á bryggjunni í 20 metra fjar- 24 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.