Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 26
lægð frá skipinu sem freistaði hans. Refsingin sem hann fékk frá tollgæslunni var einfaldlega brottvisun úr landi hið snarasta þar sem hann hafði farið upp á bryggju án tilskilinna stimpla í vega- bréfinu sínu. Flugvél var þvi næsta farartæki hans úr landi. Vegalengdir Það er lengra frá A til B en áður var haldið. Nú hefur olíufélag- ið BP hafið endurskoðun á vegalendatöflum fyrir sjófarendum þar sem þeir hafa séð verulega þörf á að taka inn í þær þá stað- reynd að ekki er öllum skipum fært að fara sömu leið á milli staða. Vegalengdatöflur hafa ekki verið endurskoðaðar síðan 1976 og síðan hafa verið settar fjölda aðskildra siglingaleiða sem sjófarendur verða að fara eftir og gerið sumar leiðir lengri en áður var. Þá er mörgum stærri skipa ekki lengur heimilt að iara sömu leiðir og áður vegna umhverfisslysa sem þau hugsanlega gætu or- sakað. Það má því segja að vegalendin frá A til B er ekki jafnlöng öllum skipategundum. Vanræksla í starfi Skipstjóri og þrír stýrimenn grísku ferjunnar Express Samina hafa verið ákærðir af dómstólum í Grikklandi í kjölfar niður- stöðu rannsóknarnefndar sjóslysa þar í landi. Þá eru einnig fimrn aðrir ákærðir í þessu sama máli, tveir starfsmenn útgerðarinnar í landi og tveir skipskoðunarmenn frá grísku strandgæslunni. Eru þeir allir ákærðir fyrir vanrækslu í starfi og manndráp eftir að 81 manns fórust eftir að skipið tók niðri þegar það var að koma lil hafnar í Paros á Grikklandi í vondu veðri fyrir þremur árum síð- an. Skipið sem var 4600 tonn að stærð sökk í kjölfarið með fyrr- greindu manntjóni. Ákært er sökum þess að í ljós kom að áhöfn- in var ekki skipulögð í aðgerðum sínum né hafði hún fengið við- eigandi þjálfun í notkun björgunarbúnað skipsins sem fyrrgreind- ir yfirmenn báru ábyrgð á. Þá hafði áhöfnin heldur ekki tilhlýði- lega þekkingu á þeim neyðarviðbrögðum sem hefði átt að beita í viðkomandi atviki. Flöskuskeytin virka Pólski stýrimaðurinn Dariusz Sadlo og skipstjórinn hans voru á siglingu undan Kyrrahafsströnd Mexikó þegar þeir fengu þá hug- mynd að senda skilaboð í flöskuskeyti. Útbjuggu þeir þrjár flöskur með persónulegum upplýsingum ásamt því að biðja við- komandi að koma skilaboðum til þeirra ef einhverjar þeirra fynd- ust. Tveimur árum síðar, en þá var Sadlo orðinn skipstjóri, fékk hann bréf frá kennara á Phillippseyjum sem hafði fundið flösku- skeytið sem þá hafði ferðast að minnsta kosti 11 sjómílna leið. Nú bíður Sadlo eftir því að hinar tvær flöskurnar skili sér. Verðlaunaðir sjómenn Það voru 16,5 milljónir króna sem runnu í vasa sjómanns sem upplýsti yfirvöld í Bandaríkjunum um að olíu hafði verið dælt í sjóinn frá skipinu sem hann var á. Kanadíska útgerð skipsins viðurkenndi sök sína fyrir dómstólum að hafa gefið leyfi fyrir því að losa olíu framhjá skilvindu í einstaka tilfellum. Sektin sem út- gerðin fékk var 33 milljónir króna og skilorð til Ijögurra ára. Skipverjinn fékk sem sagt helming sektarinnar í eigin vasa í sam- ræmi við verndarlög fyrir þá sem segja frá brotlegum mengunar- atvikum. Bent hefur verið á hversu alvarlegar afleiðingar slíkar verðlaunaveitingar geta haft á samstarfsanda um borð í skipum. DIS - FoC Nú hefur Alþjóðaflutningaverkamannasambandið ITF lýst danska alþjóðasiglingafánann DIS sem þægindafána (Flag of Convinience). Danskir útgerðarmenn eru undrandi yfir þessari ákvörðun ITF en benda á að þrjú útgerðarsamtök og fjögur stéttafélög hafa samþykkt nýja samninga á DIS skipin. Aðeins eitt stéttarfélag hefur ekki gengið til samninga en það er félag undir- manna sem hefur nú valdið því að danski alþjóðafáninn er kom- inn i hóp þægindafána. Atvinnutækifæri Nú hefur lögum verið breytt í Þýskalandi sem heimilar þar- lenduin útgerðarmönnum að ráða fleiri erlenda yfirmenn á skip sín en heimilt hefur verið til þessa. Ákvæði er í lögunum um að til loka næsta árs þurfi aðeins skipstjóri á skipi undir þýskum fána að vera þýskur ríkisborgari. Eftir það þurfa útgerðarmenn að sanna að ekki séu umsækjendur um störfin innan Evrópubanda- lagsríkja svo þeir geti ráðið yfirmenn frá ríkjum utan Evrópu. Fyrir hverja stöðu sem mönnuð er yfirmönnum utan bandalags- ríkjanna þurfa útgerðimar að bjóða upp á tvö þjálfunarskiprúm fyrir verðandi yfirmenn. Hugsanlega getur þessi breyting orðið til þess að færa „þýsk“ kaupskip aftur undir heimafána sinn og jafnframt efla möguleika á að þjálfa nýja og verðandi yfirmenn til að taka við stöðum á þessum skipum. Risaolíuskip með einföldum byrðing sigla nú hvert af öðru í brotajám. Tvöfaldir skrokkar Það er rétt að halda aðeins áfram með risaolíuskipin en í ný- legri könnun Intertanko sem em alþjóðasamtök olíuskipaeig- enda, gerði kom í ljós að um 58% risaolíuskipa heimsins eru nú með tvöföldum byrðingi. Þrátt fyrir það eru um 31 milljón burð- artonna enn í skipum með einföldum byrðingi en það eru skip sem smíðuð em fyrir 1990. Einhver þessa skipa munu sigla alll til ársins 2015 en eins og sagði hér að framan er þó stærsta skip heimsins að hverfa úr þessum hópi. Vandinn er þó sá að einungis hefur tekist að fá samninga um smíði á olíuskipum sem svarar til 45% heildarþarfarinnar þar sem þær skipasmíðastöðvar sem geta smíðað svo stór skip eru þegar uppteknar við smíði risagáma- skipa. Dýrt spaug Maður sem nýlega sendi út falskt Mayday neyðarkall í Banda- ríkjunum var dæmdur í eins árs fangelsi fyrir vikið. Eftir að neyðarkallið barst var sett af stað víðtæk leit af hinu talda skipi í vanda. Tveir strandgæslubátar og þyrla hófu leitina sem stóð yfir í 15 tíma í vondu veðri eða allt þar til uppgötvaðist að um gabb væri að ræða. Skipstjórinn var auk þess dæmdur í þriggja ára skilorð og að greiða fyrir leitina sem kostaði 15 milljónir króna. Norway Nú er orðið ljóst að skemmtiferðaskipið Norway mun ekki lengur kljúfa öldur heimshafnanna. Þetta vel þekkta skip var smíðað árið 1961 fyrir Frakka og hlaut nafnið France. Var skipið jafnframt stolt franska kaupskipaflotans en erfiðleikar í rekstri farþegaskipa í kjölfar vaxandi farþegaflutninga í lofti urðu til þess að því var lagt árið 1974. Norski útgerðarmaðurinn Kloster keypti skipið árið 1979 og breytti því í skemmtiferðaskip. Var skipið talið með glæsilegari farkostum í þessum geira en allt til síðasta árs lék lánið við skipið og farþega þess. Breyting varð þó á þegar sprenging varð í vélarúmi þess i maí á síðasta ári með þeint afleiðingum að sjö skipverjar létu lífið og fjöldi slasaðist. Allt frá því hefur skipið legið í Þýskalandi en þangað var það dregið eftir slysið. Áttatíu manna áhöfn starfaði um borð í skipinu við við- hald allt þar til ákvörðun lá fyrir um að of dýrt yrði að skipla um vélar í skipinu og því biði vart annað en niðurrif. Nú bendir þó allt til þess að því verði breytt í fljótandi hótel þannig að ef svo verður ætti að vera enn möguleiki á að dvelja þar um borð í lystisemdum um ókomna tíð, bundið við bryggju. 26 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.