Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 32
Listunnandinn Magní. Verkið sem Magni stendur við hér heitir Nature morte - eða hringrás lífs- ins - og er eftir góðvin Magna, Tryggva Ólafsson. Kolmunninn kannaður „Þetta var mest allt gaman,“ segir Magni aðspurður um hvað standi upp úr á ferlinum. „Tíminn á Hvalfellinu var lærdómsríkur og eins tíminn sem ég var á Vetti þegar ég var ungur strákur. Þeir sem eldri voru tóku þá okkur sem yngri voru nánast í fóstur um borð og kenndu okkur mikið enda held ég að maður hafi þroskast mikið á þvi að fara svo ungur að vinna með sér eldra fólki eins og þarna var,“ segir Magni og brosir þegar hann rifjar upp í huganum liðna tíð af sjónum. „Svo var auðvitað gaman á Berki þegar sem best lét,“ segir Magni og rifjar upp fyrstu kynni sin og áhafnar sinnar af kolmunnaveiðum frá því um lok áttunda áratugarins en þá var kohnunnaveiði að mestu óþekkt hér í þeim mæli sem nú er. Gefurn Magna orðið: „Ætli það hafi ekki verið ‘77-8 sem kolmuninn gengur hér upp á landgrunn- ið við Bakkaflóann. Við vorum á leiðinni norðureftir á loðnu þegar við sáum þessi svaka lóð. Við köstum þarna og fylltum með okkar 1200 hestafla vél, sem er á stærð við ljósavélar kolmunnaskipanna í dag,“ Magni hlær og heldur áfram.“Bræðslurnar voru nú ekki hrifnar af því að fá kolmunnann þarna, enda gekk þeim betur að bræða loðnuna. Árið eftir fór ég svo í vinnu hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu við að skoða kolmunnaveið- arnar. Ég man að við fengum Grindvík- ing, sem þá var, leigðan og ætlunin var að við veiddum í önnur skip sem sjá áttu um að sigla aflanum í land. Ég man að á þessum tíma var ætlunin að gefa togur- unum sem þá glímdu við affabrest tæki- færi til að veiða í bátana, þar sem þeir höfðu aflið en ekki lestarnar. Þetta gekk svona og svona en það varð þó engin al- vara úr þessu þarna þó ég hafi mikið kynnt mér þessar veiðar á sínum tíma og meðal annars farið talsvert með Færey- ingum og Dönum sem þá veiddu mikið af kolmunna.“ í land „Ég var kominn fast að fimmtugu þeg- ar ég fór í land og það kom nú aðallega til vegna þess að ég vildi annað hvort fara í land fyrir fimmtugt eða klára þetta á sjónum og verða kannski gamall kall sem fengi varla í soðið síðustu árin auk þess sem fjölskyldan togaði,“ segir Magni og brosir. Eftir að Magni kom í land reyndi hann að sögn fyrir sér í vinnslu á fiski auk þess sem hann gerði út nokkra minni báta. „Það fór þó svo að segja lóðbeint á hausinn enda var þetta á tímum óðaverð- bólgu svo það var lítið við því að gera,“ segir Magni en hin síðari ár hefur hann rekið hótel og olíuskála í Neskaupstað auk þess að sinna áhugamáli sínu, mynd- listinni. Fyrir þremur árum opnaði Magni safn tileinkað samtímalistamann- inum norðfirska, Tryggva Ólafssyni, sem er góður vinur Magna til margra ára. „Þetta hófst nú allt með þvi þegar safn Jósafats heitins Hinrikssonar var gefið hingað austur en ég hafði þá forgöngu um að því verki var komið á stað sem var mjög mikil og góð gjöf aðstandenda hans til bæjarins,“segir Magni sem lét síður en svo staðar numið þar heldur hélt af stað til að koma upp öðru safni í húsnæði sínu í miðbæ Neskaupslaðar - Safni Tryggva Ólafssonar. „Það hafði nokkuð lengi blundað í mér sá draumur að stuðla að því að safn verka Tryggva Ó- lafssonar yrði sett upp í Neskaupstað. Nema hvað. Þetta er auðvitað spurning um að kveikja á perunni - og nenna. Við Tryggvi höfðum þekkst frá gamalli tíð en hann fluttist sem unglingur til Reykja- víkur og þaðan til Danmerkur þar sem hann hefur búið og starfað síðan við góð- an orðstír. Það varð úr að bærinn hér á- kvað að koma myndarlega að þessu með mér með það fyrir augum að kaupa verk til safnsins en auk þess hef ég sjálfur ver- ið nokkuð lunkinn við að finna myndir á uppboðum viða um land og raun líka í Evrópu,“ segir Magni og sýnir blaða- manni nokkrar þeirra rnynda sem hann hefur sankað að sér til safnsins í gegnurn tíðina. Sjómennskan er orðin show- mennska hjá listaverkasafnaranum. 32 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.