Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 22
við mig til að vera á ströndinni því hún
þótti ekki mjög spennandi og var auðvit-
að erfið. Pað var svona ákveðin röð til
staðar varðandi stöðuhækkanir, en ekki
eins og hún var áður. Þá fór til dæmis
stýrimaður af Goðfossi yfir á minnsta
skipið og varð skipstjóri þar. Það þýddi
að það þurfti að rótera öllum skaranum
og tók óratíma að rótera öllu þessu liði.
Það var uppgangurinn í félaginu á átt-
unda áratugnum og allmörg skip keypt
til viðbótar. Síðan fara skipin að stækka
þegar gámarnir koma og um leið fækkar
í áhöfn.
Okkar skip voru ekkert hönnuð fyrir
gámana fyrstu árin og það kostaði alls
konar hundakúnstir. Við höfðum ekki
græjur í landi til að taka við gámum og
þetta var bölvuð vitleysa hér heima í
byrjun. Þá voru gámar hífðir upp á
bryggju og byrjað tína úr þeim þar. Úti á
landi vantaði alla aðstöðu og það var ver-
ið að keyra gáma um á lyfturum eða láta
vörubila draga þá sem var ekki gáfuleg
meðferð. Þetta var allt annað í Ameríku
þar sem var sett í gámana við verksmiðj-
ur langt inni í landi og keyrt til hafnar-
borganna.
Nú er stillt uppá það að skipin séu á
siglingu allar helgar og svona, enda
eru þetta dýr skip og verður að nýta þau
sem best. Á Dettifossi er þriðjudagur
okkar dagur í Reykjavík og hálfur mið-
vikudagur. Klukkan 16 á miðvikudögum
förum við uppá Grundartanga og þar
annast áhöfnin sjálf lestunina. Um eða
eftir miðnætti komum við svo aftur til
Reykjavíkur. Svo förum við klukkan 13 á
fimmtudögum til Eskifjarðar og erum
þar á föstudagsmorgni. Þaðan er svo far-
ið í eftirmiðdaginn og fyrriparts laugar-
dags erum við í Færeyjum. Það er lítið
sem fer til Færeyja héðan, þó alltaf eitt-
hvað, en aðallega er lestun þar. Svo á
mánudagsmorgni erum við í Rotterdam.
Förum þaðan síðdegis eða um kvöldið á-
leiðis til Hamborgar. Reynum að vera
komnir þangað klukkan 15 þegar eru
gengjaskipti við höfnina. Núorðið förum
við alltaf um Kílarskurðinn, en áður fór-
um við skurðinn bara þegar var vont
veður. Svo förum við frá Hamborg og
erum á fimmtudeginum í Árósum, förum
þaðan um kvöldið og erum komnir um
morguninn eftir til Gautaborgar. Förum
þaðan svona á bilinu frá hádegi til síð-
degis og erum sjö tíma til Fredrikstad.
Þaðan förum við svo til Færeyja og erum
komnir þangað um hádegi á sunnudag
og losum þar því við erum alltaf með
talsvert af vörum til Færeyja. Ef allt
gengur upp erum við svo komnir á
mánudagskvöld til Reykjavíkur. Þetta
tekur 27 tíma frá Færeyjum. Með við-
komu í báðum endum Kílarskurðar er
þetta ein viðkoma á dag þennan tíma
sem tekur að fara hringinn.
Jú, auðvitað er ekki alltaf logn á hafinu
og maður hefur lent í vondum veðrum.
En það gleymist bara um leið og hægir.
Hér áður sigldu menn allt árið og það
þótt gott að taka frí einn túr á ári.
Fyrstu árin rneðan strákarnir mínir voru
að vaxa úr grasi var ég yfirleitt aldrei
heima á jólum. Þá fengu skipstjórar oft
frí á jólum og ég sem stýrimaður leysti
þá af sem skipstjóri. Nú er þetta orðið
öðruvísi og menn skipta, ef ég var á sjó
um jólin i fyrra þá á ég frí um næstu jól.
Örsjaldan hef ég verið heima á sjó-
mannadaginn, enda er reynt að koma því
þannig fyrir núna að skipin séu ekki i
höfn um helgar. Gamli sjarminn er far-
inn af þessu starfi. Þetta er bara vinna.
Lágmarsvinnuskylda hjá t.d. stýrimönn-
um og vélstjórum er 12 tímar og skip-
stjórinn er í rauninni alltaf á vakt. Svo
eru viðkomur í höfnum þannig að
vinnudagurinn verður oft æði langur.
Vorum stundum í leigu fyrrum, þá vor-
um í Miðjarðarhafinu, Karabiska hafinu
eða einhvers staðar. Þá yfirleitt þrír ís-
lendingar, skipstjóri, stýrimaður og vél-
stjóri.
Eg er með alveg skínandi stýrimenn
með mér á Dettifossi og öll áhöfnin
alveg sérstaklega góð. Suma hásetana
þekki ég síðan þeir byrjuðu sem viðvan-
ingar og hafa verið með mér á hinum
þessum skipum. Það er sjaldan sem ég
hef verið með jafn einvala lið og er á
Dettifossi. Bæði móralslega séð og svo
hvað þetta eru góðir verkmenn. Við
erum yfirleitt 13 á, það er fasta áhöfnin.
Það er skipstjóri, tveir stýrimenn, tveir
vélstjórar, einn dagmaður, einn rafvirki,
bátsmaður, fjórir hásetar og einn bryti.
Allt eru þetta íslendingar. Yfirbyggingin á
Dettifossi er upp á átta hæðir og maður
fer ekki á milli í lyftu. Bara taka stigana
svo það er eins gott að gleyma engu upp í
brú þegar maður þarf að taka pappírs-
vinnu á neðstu hæðinni við komu eða
brottför. Allir skipverjar eru í sérherbergi
með snyrtingu og allur aðbúnaður er
mjög góður, meðal annars er íþróttasalur
um borð. En félagslífið urn borð er auðvit-
að ekki svipur hjá sjón miðað við það sem
var áður fyrr þegar voru um 30 manns í á-
höfn. Helst að við horfum saman á eina
mynd á leiðinni heim frá Færeyjum. Ann-
ars eru menn mikið einir þegar þeir eru
ekki að vinna.En þetta er afskaplega sam-
rýmdur mannskapur og minnir mig einna
helst á gamla Goðafoss þar sem var góður
kjarni sem náði mjög vel saman. Það er
enginn rígur milli manna eða stétta þarna
um borð. Það vita allir að skipstjórinn
ræður yfir sínu skipi en ég er samt einn af
hópnum og jafnmikill félagi hinna sama
hvaða stöðu sem þeir gegna. Við erum
eins og ein fjölskylda.
Við erum búnir að vera þrjú ár á þess-
ari rútu og á þeim tíma hef ég farið
tvisvar eða þrisvar í land í Árósum, en
aldrei á hinum stöðunum. Það er endr-
um og eins að menn skjótast eitthvað í
land. Við erum alltaf að keppa við tím-
ann og það er aldrei stoppað. En þótt
tímarnir breytist, skipin og öll tækni þá
breytist hafið ekki. Ef maður hefur sjó-
mennskuna í blóðinu þá þynnist hún
ekkert við allar þessar breytingar. Hafið
sleppir þeim ekki svo glatt sem það hefur
náð tökum á. Ég hef verið sjómaður frá
því ég var unglingur og hef aldrei kosið
mér annað hlutskipti.
7wum sjomonnum orj
skijldum heivm bestu
omanna-
Vagnhöfða 10 - Sími: 567 3175
GSM: 897 5741 - Fax: 587 1226
frysti@islandia.is
22 - Sjómannablaðið Víkingur