Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Qupperneq 8
Eyleifur ísaksson skipstjóri frá Lögbergi á Akranesi Örlagavaldur í þróun elsta sjávarplássíns - Sagan sögð af öðrum sjónarhóli - Eftir Einar Örn Einarsson Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, og víst er að hin ritaða saga er á tíðum eins og endur- ómur raunveruleikans. Við sem fáum að lifa og uppfylla tugi ár- anna, eftir að við komumst til vits, og förum að fylgja eftir kennileitum viðburðanna , jafnt stórra sem smárra, á sigling- unni í gegn um lífið, getum sannarlega borið þess vitni, að eitt er hin opinbera frásaga 1 prentuðum heimildum, og ann- að er nákvæm og ítarleg útlist- un á því sem í raun gerðist. Nærtækt er dæmið um kristni- hátíð á Þingvöllum árið 2000. Þjóðkirkjan segir tugum þús- undum fleiri gesti hafa sótt há- tíðina en lögreglan vill meina í sínum tölum. í frásögnum framtíðar verður notast við aðra hvora töluna , og víst er að sitt mun hverjum sýnast, og hver var hin raunverulega tala hátíðargesta? Eins má nefna sögur af atburðarrás í framvindu stórra hluta, hvort sem er um að ræða frásagnir af hrakförum, þróun byggðarlaga, eða sögu fyrirtækja og stofnana. Víst er að margar stofnanir hafa nú á tíðum greinargóðar upplýsingar til- tækar, hvað varðar starfsmannahald , árs- skýrslur og ársreikninga. En hinar beinu frásagnir og röð atvika sem á endanum reynast örlagavaldar hafa ætíð mótast af þeim sjónarhóli sem fólk hafði og margar frásagnir fólks af sama atburðinum geta reynst gjörólíkar þegar farið er að rýna í þær. Víst er að hver litar sína frásögn þeim litum sem tengjast uppruna og ætt sinni , sem og að mannlegt er að gera meira úr eigin þætti í framvindunni, hversu lítilfjörlegur hann er , heldur en dýrkeyptum hetjudáðum hinna , eins og að reyna að draga úr hetjuskap hinna sönnu hetja, og um leið hífa eigin lítil- fjörleik upp úr láginni.Ekki má gleyma því stóra hlutverki sem fjölmiðlar hafa nú á dögum. Þrátt fyrir tækniframfarir og betri boðleiðir, má enn lesa misvísandi skilaboð úr fréttaflutningi, þegar bornar eru saman frásagnir nokkurra fjölmiðla. Þarna leynast skýringar á því að lítið hefur verið hampað þætti afa míns Ey- leifs ísakssonar skipstjóra, á Lögbergi á Akranesi, í þróun Akraness sem samfé- lags á fyrrihluta aldarinnar sem leið og eins í sögu útgerðarfyrirtækisins Harald- ar Böðvarssonar og co. h/f. Víst er að fyr- irtækið hefði átt glæsta sögu eftir sem áður, en þróun Akraness hefði orðið öðruvísi og sennilega minna samofin sögu HB og co. en raun ber vitni. Hver var Eyleifur ísaksson? Eyleifur ísaksson var fæddur á Háteigi á Akranesi 27. september 1892. Faðir hans var ísak Jónsson fæddur i Garða- sókn 18. september 1844, látinn 11. des- ember 1910 og móðir hans var Oddný Jóhannesdóttir fædd í Garðasókn á Akra- nesi, Borg. 7. apríl 1851 látin 2. júní 1938. Hann var eina barn þeirra sem þau áttu saman , systkini hans sam- mæðra voru; Margrét Eyleifsdóttir 1874 - 1874, Jó- hannes Eyleifsson 1875 - 1876, Jóhanna Sigríður Eyleifsdóttir 1877 - 1877, Jó- hanna Sigríður Eyleifsdóttir 1878, Jón Valdimar Eyleifsson 1880 - 1968, Krist- mann Eyleifsson 1881 - 1967, Ásgrímur Eyleifsson 1884 - 1884, Ásgrímur Ey- leifsson 1885 - 1965, Guðrún Eyleifs- dóttir 1887, Marsibil Eyleifsdóttir 1891 - 1968. Einar Örn Einarsson. Systir hans samfeðra var Margrét ís- aksdóttir 1878 - 1948. Eyleifur var lát- inn heita eftir fyrrverandi eiginmanni móður sinnar. Hann ólst upp með móður sinni og fylgdi henni fyrstu árin í vistum, en var snemma látinn fara að vinna fyrir sér, eða strax um fermingaraldur. Hann fór til sjós og þótti strax mikið formannsefni, var glöggur til veðurs og strauma, las vel í lífríkið og var fljótur að glöggva sig á breytingum í nátlúrunni. Hann var að sönnu einn þeirra sem höfðu sjómennskuna í blóðinu og þessa mikilvægu tengingu við náttúrúöflin sem gera menn að góðum fiskimönnum og siglurum. Til að koma opnutn báturn heilum heim á erfiðum hafsvæðum, þarf til jafnt áræðni sem varúð og það að geta áttað sig á sjólagi, straumum og sjávar- föllum, og samspili þess alls með vindi og loftþrýstingi. Skáldið Refur bóndi (Bragi Gunnlaugs- son) frá Snæfellsnesi, lengi vel búsettur á Akranesi orti urn Eyleif síðar. Allir horfðu undrandi, á því höfðu gætur, þegar Leifi á Lögbergi lék við Ægisdætur. Víst er það að Eyleifur lék við Ægis- 8 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.