Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Qupperneq 39
ákveða í hvaða kostnað á að leggja við hvert skip. Daglegur rekstur er auðvitað meðal annars stýring á afla hvers skips og í okkar tilfelli miðast sú anastýring við rekstur frystihússins en þetta tvennt þarf að haldast i hendur. Við erum með ákveðinn kvóta og það þarf að dreifa honum á skipin og þetta þarf allt að falla að þörfum frystihússins fyrir hráefni. Allt miðast svo að sjálfsögðu við það að hámarka afkomuna því það er hún sem þetta snýst allt urn. Starf útgerðarstjórans snýr einnig að öllum öðrum rekstri skipanna en því sem snýr beint að veiðunum, og þótt málin séu unnin af öðrunt þá ber útgerðarstjórinn ábyrgðina á því að hlutirnir séu framkvæmdir“ segir Sæmundur, og er ekki annað að heyra en að orðið rekstrarstjóri nái betur að lýsa starfinu en útgerðar- stjóratitillinn. - Eru mikil samskipti við karlana á skipunum? , Já, já þau eru mikil, og sérstak- lega þá við yfirmennina sem maður er alltaf í daglegu santbandi við. Svo heyrir maður alltaf í undirmönnun- urn og fólkinu þeirra í landi líka. Ég tel mig geta sagt að ég sé í góðu sambandi við sjómennina og kon- urnar þeirra hringja gjarnan og eru að leita eftir svörum við ákveðnum spurningum sem ég get leyst úr“. - Þú hefur sannarlega verið beggja megin borðsins, bæði til sjós og svo tengiliður við sjómennina í landi. Hvern- ig lítur þú á sjómennskuna í dag, er þetta ekki allt annað starf en það var, fyrir bara fáunt árum? ,Jú sem betur fer. Aðbúnaðurinn er t.d. allt annar svo ekki sé meira sagt. Á móti kemur að það eru gerðar rniklar kröfur til þeirra manna sem eru um borð og þeir verða að standa sig. Það er mikill afli sem fer um hendur fárra rnanna og þeir bera mikla ábyrgð á að koma með gott hráefni í land“. Daglegt samband við skipstjórana Þar sem við Sæmundur sitjum við glugga í höfuðstöðvum ÚA/Brims á Ak- ureyri sjáum við togarann Árbak liggja félagsins að hliðra hluturn til og vinna úr þeirn saman. Það er að ýmsu að hyggja í sambandi við afla og tegundir sem er verið að veiða og hversu mikið er tekið um borð af fiski því yfirleitt eru skipin ekki send út og stefnt á fullfermi. Það eru svona ýmsir hlutir sem við þurf- urn að leysa saman og láta þetta falla sem best að heildarhagsmun- um fyrirtækisins“. - Nú ert þú gamall ÚA-maður, hvernig líst þér á breytingarnar sem orðið hafa á eignarhaldinu á fyrir- tækinu að undanförnu? ,,Ég hef nú ekki neitt miklar skoðanir á þeim hlutum, og tel mig ekki vera í hópi þessara ,,hörðu“ ÚA-manna sem stundum er talað um. Ég lít miklu fremur til þess hvernig muni spilast úr málefnum sjávarútvegsins í heild á næstu misserum og hvort við verðunt und- ir í þeirri miklu baráttu sem er á öllum vígstöðvum, ekki hvað síst er varðar sölumálin. Það er ekkert öðruvisi í sjávarútvegi en öðrum at- vinnugreinum að menn verða að standa sig til að lenda ekki undir í baráttunni. Það hefur ýmislegt verið á móti að undanförnu eins og lágt verð og óhagstæð gengisskráning. Það er því gott að til skuli vera menn sem vilja leggja peningana sína í þann banka sem heitir sjávar- útvegur og skilar þeim ef til vill ekki nógu miklu til baka af því að aðstæður eru eins og þær eru“. - Nú er sjómannadagurinn framundan. Hver er afstaða þín til þess merka dags og telur þú hann skipta miklu fyrir sjó- menn? ,Já, sjómannadagurinn á að vera hátíð- isdagur en ég segi eins og margir aðrir að hann er timaskekkja á dagatalinu. Þessi tímasetning rekst illa á við til dæmis út- hafsveiðar sem eru í hámarki í byrjun júní og síldveiðar norður í höfum svo eitthvað sé nefnt. Auðvitað á að halda hátíðlegan dag sjómanna einu sinni á ári en ég held að við verðurn að finna ein- hvern annan tíma fyrir þennan hátíðis- dag, svo sem nærri verslunarmannahelg- inni, bara svo ég nefni einhverja dagsetn- ingu“ sagði Sæmundur. -gk Við verðum aðfinna cinhvern annan tíma fyrit þennan há- tíðisdag, er skoðwi Sœmunclai: við bryggju fyrir ulan, og við spyrjum Sæmund um hvert sé hlutverk hans varðandi það skip þegar það er í landi. „Það er nýlokið að landa úr Árbaki og hann fer út i kvöld. Ég er búinn að setj- ast niður með skipstjóranum og fara yfir það tneð honunt hvað er ætlast lil að hann reyni að gera í næsta túr. Línurnar hafa verið lagðar varðandi lengd lúrsins og hvaða tegundir á að veiða. Tíminn sem líður frá því að búið er að landa og þangað til farið er út er notaður til að dytta að ýmsu um borð en það eru alltaf einhver atriði sem þarf að skoða og lag- færa eftir hvern túr. Þegar veiðiferðin er hafin er ég í dag- legu sambandi við skipstjórann og fæ upplýsingar um aflabrögð. Hafi hlutirnir ekki gengið eins og lagt var upp með reynum við í sameiningu og jafnvel í samvinnu við skipstjóra á öðrum skipurn Sjómannablaðið Víkingur - 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.