Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 54
Áskorun til sjómanna
Stuðningur sjómanna
við Happdrætti D.A.S.
50 ára saga Happdrættis
D.A.S. tengist á margan hátt
stéttabaráttu sjómanna þegar
ákveðið var að fara út í bygg-
ingu dvalarheimils aldraða
sjómanna. Tilgangurinn var
að auðvelda sjómönnum að
ljúka starfsævi sinni með
reisn eftir baráttu við fiskveið-
ar við erfiðustu aðstæður sem
hugsast gat. Búnir á sál og lík-
ama sáu þeir fram á að njóta
ánægjulegs ævikvölds
Það var því mikil lyftistöng
þegar Happdrætti D.A.S. var
stofnað því ágóðinn hefur far-
ið óskiptur til uppbyggingar
dvalarheimila sjómanna allt
frá stofnun happdrættisins. Þá
hefur hluti af ágóðanum
runnið til uppbyggingar dval-
arheimila um land allt og
þannig hefur Happdrætti
D.A.S. lagt landsmönnum öll-
um lið í að skapa öldruðum
betri lífsskilyrði.
En það er ekki sjálfgefið að
Happdrætti D.A.S. verði áfram
sá fjárhagslegi bakhjarl sem
það hefur verið í öll þessi 50
ár. Til þess þarf áframhaldandi
stuðning fólksins í landinu og
ekki hvað síst sjómanna sem
hafa borið hita og þunga þess-
arar uppbyggingar. Því hvet
ég alla sjómenn, hvar sem er á
landinu að fá sér miða og
leggja sínu málefni lið. Hví ættu land-
krabbar að gera það ef sjómenn gera það
ekki.
Miði fyrir verð bíóferðar
Ekki ætti miðaverðið að fæla sjómenn
frá því að kaupa miða sem kostar (ein-
faldur) 900 kr. sem er álíka og einn
króna.
Happdrætti D.A.S. dregur
vikulega og því 52 tækifæri á
að hljóta svo góða vinninga
en endurnýjað er einu sinni f
mánuði. Með því að setja
greiðsluna á korl gleymist
ekki að endurnýja og rnissa
af vinningi. Auk ofangreindra
vinninga eru fjölmargir
smærri en þó eru lægstu
vinningarnir ekki undir 6
þúsund krónum (tvöfaldur
12 þúsund kr.)
Það er margsönnuð stað-
reynd að flokkahappdrætti á
borð við Happdrætti D.A.S.
gefur margfalt meiri mögu-
leika á vinningi en önnur
happdrættisform á borð við
t.d. Lottó (1:502.000) eða
Víkingalottó (1:1.250.000).
Miðað við þann fjölda vinn-
inga sem í boði er í Happ-
drætti D.A.S. segir tölfræðin
að vinningur komi á 3ja
hvert númer á hverju ári.
Með fjölgun útdrátta í Happ-
drætti D.A.S. eru 4 sinnum
meiri möguleikar á að hljóta
aðalvinninga en áður var
þegar dregið var 12 sinnum á
ári í stað 52 sinnum eins og
nú er. Það er því ekki afsök-
un fyrir því að kaupa sér
ekki miða.
Með öflugum stuðningi
sjómanna mun Happdrætti D.A.S. eflast
og styrkjast og þvl skorum við á sjómenn
að kaupa miða. Um leið og þeir leggja
málefni sínu lið eiga þeir von á góðum
vinningi(um).
Með sjómannakveðju,
f.h. Happdrœttis D.A.S.
Sigurður Ágúst Sigurðsson forstjóri.
Margir hafa hlotið veglegan vinning í 50 ára sögu Happdrættis DAS, þar á
meðal þau heppnu sem hrepptu þettafley.
bíómiði. En happdrættismiðinn gæti
komið 1 góðar þarfir þvl miklir mögu-
leikar eru á að hljóta vinninga hvað þá
aðalvinninga sem ýmist eru
2 milljónir, 3 milljónir eða 10 milljón-
ir. Með tvöfaldan miða 2 x 900 kr. á
mánuði hækka þessar upphæðir í 4
milljónir, 6 milljónir og 20 milljónir
F 1 Muar Hágæða síur verja dýrmætan vélbúnað VÉLASALAN
Ánanaust 1, Reykjavík. Sími 580 5300. Fax 580 5301. Netfang: velasalan@velasalan.is Veffang: http://www.velasalan.is
54 - Sjómannablaðið Víkingur