Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Blaðsíða 30
„Á þessum sjómennskuferlí mínum hrönnuðust upp nýjungarnar og þróunin var gríðarlega hröð þannig að maður þurfti að halda sér vel við eingöngu til að halda sér íformi í brúnni. Þetta var stanslaus endurmenntun." Magni Kristjánsson á tali við blaðamann. mannaskólann. Honum tókst að ljúka hefðbundnu fiskimannaprófi á einum vetri en námið var þá vanalega tvö ár. „Eftir að ég útskrifaðist úr skólanum kom ég hingað austur og fór stýrimaður á báta, meðal annars Guðrúnu Þorkels- dóttur SU og fleirum,“ rifjar Magni upp. Magni segir að þegar þarna hafi verið komið við sögu hafi ævintýraþráin farið að gera vart við sig hjá rétt rúmlega tví- tugum Norðfirðingnum. „Ég og góður félagi minn úr Stýri- mannaskólanum sem nú er hafnarstjóri í Eyjum, Óli Kristins, ráðum okkur á danskan bát sem átti að fara til Chile að fiska ansjósur. Ég man að Þorsteinn Gíslason, sem seinna varð fiskimálastjóri, gaf mér meðmæli enda átti ég að fara með þennan bát. Svo gerðist það nú, eins og svo oft i sjávarútvegi, að aðstæður breyttust svo þetta ævintýri okkar Óla dróst eitthvað. Við vorum þá komnir til Reykjavíkur og biðum eftir kallinu sem aldrei kom,“ segir Magni og hlær þegar hann rifjar upp söguna. Ferðin til Reykjavíkur var þó Magna mikið happ enda komst hann þar fyrir tilviljun sem stýrimaður á gamlan togara, Hvalfell, hjá Guðbirni heitnum Jenssyni, föður Daða listamanns og söngvaranna Gunnars og Guðbjörns. „Þarna lærði ég mikið enda var Guð- björn magnaður skipstjóri og alveg magnaður karakter líka. Enda ílentist ég þarna nokkuð hjá Guðbirni og hafði gaman af,“ segir Magni, en Hvalfellið sigldi mikið á Þýskaland á þessum árum og þá gátu menn drýgt litlar tekjur sem oft voru á þessum árum með lítilsháttar smygli. „Guðbjörn heitnum þótti ekki ó- eðlilegt ef sprúttið dygði fyrir gjaldeyrin- um, hófsamur maður Guðbjörn. Kaupið var nú ekki hátt á gömlu gufutogurunum í þá dagana,“ segir Magni og brosir. Þeg- ar síldveiðiskipið Bjartur NK, sá elsti, kom til Neskaupstaðar árið 1965 var Magni i siglingafríi á Hvalfellinu og bauðst að fara einn túr á síldina. „Ég fór einn lúr þarna á Bjarti sem stóð að mig minnir einhverja 30 tima. Fyrir þann túr hafði ég sem háseti eitt- hvað á milli 10-11 þúsund krónur en hafði haft fyrir siglingatúrinn á Hvalfell- inu í kringum 25 þúsund krónur í mán- aðarlaun. Þarna komst ég að því að lík- lega væri ég á rangri hillu svona peninga- lega séð og því réð ég mig á systurskip Bjarts, Barða NK, hjá Sigurjóni Valdi- marssyni“. Skuttogaravæðingin Magni hafði þarna rétt áður kynnst konu sinni, Sigríður Sjöfn Guðbjartsdótt- ir, úr Hafnarfirði en þau hjónin fluttust um þetta leyti austur til Neskaupstaðar þar sem Síldarvinnslan var þá „á fljúg- andi siglingu," eins og Magni orðar það. „Árið 1966 kaupir Sildarvinnslan Börk NK þangað sem ég fer með Sigurjóni Valdimarssyni og er með honum til 1970 þegar ég verð skipstjóri á fyrsta skuttog- ara okkar íslendinga Barðanum, sem þá kom nýr frá Frakklandi". Á Barðanum var Magni til ársins 1973 þegar hann hélt til Japans að sækja nýjasta skipið í flota Sildarvinnslunnar, togarann Bjart NK sem enn er gerður út frá Neskaupstað. „Það var töluvert ævintýri að fara lil Japan á þessum tíma en það gekk þó mun betur á þeim tíma en þegar við sótt- um Barðann til Frakklands. Við vorum í Frakklandi á þriðja mánuð að mig minn- ir og illa gekk að fá skipið afhent eða jafn langan tíma og það tók að ná í Bjart alla leið til Japans,“ segir Magni en á þeim tveimur árum sem hann var með Bjart tók hann sér frí einn vetur til að kenna fyrsta stig stýrimannaskólans sem þá var kenndur heima í Neskaupstað. „Það var mjög gaman að prófa að kenna svona og margir strákar sem í dag eru að gera góða hluti sem lærðu hjá mér svo sem eins og Sturla Þórðarson, núverandi skipstjóri á Berki, en Sturla var stýrimað- ur hjá mér á Berki í nokkur ár,“ segir Magni. Annar þekktur loðnukafteinn steig sínar fyrstu öldur um borð hjá Magna eða Þorsteinn Kristjánsson, skip- stjóri á Hólmaborginni SU. „Steini var hjá mér á þessum bernskudögum skutar- anna á Barða gamla og svo var hann ann- ar stýrimaður hjá mér þegar við náðum í Bjart,“ segir Magni en seinna átti Magni eftir að leysa Steina af í brúnni á Hólma- borginni nokkra túra. Á sjó við Grænhöfðaeyjar Ævintýraþránni sem Magni varð að pakka niður um árið þegar ekkert varð af ansjósuveiðunum , fékk hann svo svalað þegar hann fór með gamla Bjart, sem þá hafði verið seldur frá Neskaupstað til Grindavíkur áður, til Grænhöfðaeyja í byrjun níunda áratugarins þar sem hann varð leiðangursstjóri í þróunarverkefni á vegum utanríkisþjónuslunnar, nú Þróun- arsamvinnustofnunnar. „Það var aflaleysi hér á þessum tíma og auglýst eftir verkefnisstjóra til að fara í þetta verkefni. Þetta var mikið ævintýri sem stóð í tæp tvö ár. Við áttum að kanna fiskislóðina þarna og sjá hvaða möguleikar væru til staðar þarna í fisk- veiðum á skipum sem þessum,“ segir Magni og segir margt hafa verið öðruvísi meðal heimamanna en fslendinga og sömuleiðis veiðin. „Það tók okkur tíma að venjast vinnubrögðum heimamann- anna sem voru í áhöfninni hjá okkur og þá sérstaklega afköstunum hjá blessuð- um mönnum, sem voru ekkert í líkingu við það sem hér var á þeim tíma,“ segir Magni og brosir en hann segir að þeir heimamenn sem siglt hafi með honurn hafi ekki verið mikið til vinnu eins og það er oft kallað pent. „Þeir voru kannski ekkert latir, ntiklu frekar að þeir væru bara ekki vanir að vinna eins og hér er,“ segir Magni sjálfur. Veiðin var líka svipuð og menn bjuggust við að sögn Magna. „Markmiðið var í raun þarna að sýna fram á það með rökum hverjir veiði- möguleikarnir væru og hvað hægt væri að bæta af því er varðar veiðitækni, með- ferð afla auk þjálfunar sjómanna. Eitt- hvað ávannst en vitað er að þróunarað- stoð er þolinmæðisverk svo ekki sé 30 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.