Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 9
NÁTTÚRUFR. 151 fannst enginn málmur, enda voru þeir auðsjáanlega gamfir, og yzta húðin ef til vill slitin af. Vel getur og verið að kufungarnir hafi vaxið nálægt basaltklettum, eða móbergshnúkum, sem þar eru ásamt brunahrauni, og mun þá ekki vera að vænta málms í skeljum, sem þar vaxa. Hreina, óæðri málma getur maður tæp- lega vænzt að finna hér nema í bruna hraunum. En málmmagn- ið í bruna hraunum mun sjaldnast vera svo mikið, að málmarn- ir séu vinnanlegir. Og svo mun vera ástatt hér. — í skeljunum nr. 5 í Hafnarfirði reyndust máimarnir sem hér segir: 1 skelj- unum a) og b) innan hafnar var enginn málmur, en í skelinni c) sem tekin var utan hafnar, þar sem brimrótið nær til að sverfa af hrauninu, þar var allmikið af hreinum vismút-málmi. Þar sem allar þessar skeljar liggja við sama hraunið, stuttur spölur á milli þeirra staða er þær vaxa, þá ætti það að leiða sterkar líkur fyrir, að skelin dragi ekki þennan málm að sér uppleystan úr sjónum, heldur tíni hún málmkornin upp þeg- ar þau losna úr hrauninu, leysi þau upp og felli þau aftur út, sem hreinan málm utan á sig. Og ef málmurinn er nægur, virðist skelin raða honum utan á alla skelina, sem verju, því skelin kvað líka vera mjög viðkvæmt dýr. I sambandi við athugun ])essara skelja, tók eg sýnishorn af hraunsteininum í Hafnarfirði og gerði bráðabirgðarannsókn á honum og fann þar hreint vismút. I skelinni frá Akranesi fann eg að eins vott af sársmáum hvítum vismútkornum, enda mun liggja meira af basalti, en brunahrauni við Akranesskaga. 7. I kúskelinni frá Grjótnesi, sem tekin var skammt frá Rauðanúp var álíka vottur af vismút eins og á Akranesi. 8. Skeljarnar frá Kálfatjörn voru of gamlar til rannsóknar, yzta húðin slitin af þeim, en ]>að voru þær stærstu öðuskeljar sem eg hefi séð hér á landi. Niðurlagsorð. Vismútarvottur kemur mjög víða fyrir hér á landi, og er oft, bæði hér og erlendis, fylgimálmur með öðrum málmum, eink- um í efstu jarðlögunum, en þá venjulega í samböndum. Þannig kemur málmur ])essi fyrir á Þvottá í sambandi við brennisteins- kís, og er ]>á í fylgi með votti af blýi, gulli, platínu- og irridíum, sem þar er. Ennfremur er vismút á Svinhólum, sem fylgifiskur með eirkís, sinkblanda, blýglanza, gulli og silfri, sem þar er. Og þá kemur málmur ])essi einnig fyrir með gullinu í Esjunni,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.