Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 13
NÁTTohUFR. 155 vel var mönnum ráðgáta, hversu hringur þessi væri samsettur,. en nú er talið fullsannað, að hann sé samsettur af smátungla-sæg er snúist í breiðri hringlest umhverfis Satúrnus. Stór-tunglin 9, er fylgja Satúrnus, eiga brautir utan við hringinn. Ýmsar halastjömur hreyfast eftir afmörkuðum brautum um sólina, og teljast því til okkar sólkerfis. Brautir þeirra eru mjög aflangir sporbaugar. Liggur því leið þeirra löngum langt út í geiminn, langt út fyrir brautir jarðstjarnanna. En eftir þessar langferðir leita þær aftur til heimkynnis síns, sólkerfisins, og sveiflast fram hjá sólinni. Allar stjörnur, er vér sjáum á næturhimninum, — að frá- töldum þeim, sem heima eiga á voru sólkerfi — eru sjálflýsandi sólstjörnur. I»ær eru því sama eðlis og Sólin, og líklega margar miðstöðvar í sérstökum sólkerfum, líkum voru. Þær eru allar óra-langt í burtu, margfalt fjær jörð vorri en Sólin. Fjarlægðin frá jörð til Sólar er allt að 150 miljónir km. En sú sólstjarna sem menn þekkja næst jörðinni (Proxima í Kentár-stjörnumerk- inu, , sunnarlega yfir suðurhveli Jarðar) er 270 þúsund sinnum fjær Jörðu en sólin (40 þúsund miljarðar km.). Stjarna þessi er mjög ljósdauf, og er því alveg nýlega fundin. Er hugsanlegt, að- til séu sólstjörnur nær okkur en þessi, sem séu svo litlar eða ljós- daufar, að stjörnufræðingum hafi eigi enn tekizt að finna þær með stjörnuleitar-tækjum sínum. — Fjarlægð þessarar næstu sólstjörnu frá jörðinni er svo mikil, að oss veitir erfitt að miða hana við jarðneskar vegalengdir. Ef til vill eru menn nokkru nær, ef þeir íhuga það, að ljósið, sem fer ca. 304 þús. km. á sek- úndu, og fei; á 8 mínútum og 12 sekúndum vegalengdina milli Sólar og Jarðar, myndi vera 4 ár og rúma 3 mánuði að berast til þess- arar næstu sólstjörnu frá jörðinni. Það er orðin venja, að miða þessar miklu vegalengdir til sólstjarnanna við ljós-ár, — eða þá vegalengd, sem ljósgeisli kemst yfir á einu ári, eins og vér höfum hér á landi mælt vegalengdir í dagleiðum fyrir gangandi eða ríð- andi menn. Sirius eða hundastjarnan í Stóra hundinum, er nálega 8% (8,65) ljósára vegalengd frá Jörðu. Værum vér þangað komnir með svo góðan sjónauka, að vér gætum greint menn á Þingvöll- um, gætum vér eigi vænst þess, að sjá hátíðarhöldin, er fram fóru á Þingvöllum 1930, fyr en í ársbyrjun 1939. Þó má Síríus teljast nágrannastjarna sólkerfis vors, því að eigi þekkjum vér nema 5 sólstjörnur nær okkur í geimnum, og er Proxima í Ken- tárinum, sem áður er nefnd, ein þeirra.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.