Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 14
8 NÁTT 0 RU FRÆÐIN GU RI N N Páll Bergþórsson: Ur sögu veðurfræðinnar Enginn val'i er á því, að allt frá fyrstu tíð mannkynsins liafa menn brotið heilann um veðrið, en af eðlilegum ástæðum eru þær bollaleggingar flestar fallnar í gleymsku. Elztu veðurspár, sem til eru varðveittar, munu þó vera nokkur þúsund ára gamlar, og eru þær komnar frá Kaldeum eða Babýloníumönnum, ritaðar fleyg- letri. Þær voru stílaðar til konungsins og undirritaðar af spámann- inum. Ein þeirra liljóðar svo: „Ef þrumur ganga þann dag, er tunglið kviknar, mnn uppskera þroskast og markaður haldast. Frá Asaridu.“ Ekki eru íslenzkir veðurspámenn jafn hugrakkir og Asa- ridu þessi, að láta nafn sitt fylgja veðurfregnum. Ætla mætti, að eitthvað væri ritað um veðurfræði í hinum fornu bókmenntum Egypta, því að vissulega voru þeir liáðir veðurfari. En þeir voru það á mjög sérstæðan hátt. Hin árlegu flóð í Níl, Jrau, sem bera með sér ógrynni frjórrar moldar og vökvun, eru nefnilega ekki komin undir veðrinu í Egyptalandi sjálfu, beldur árlegum regritíma suður í Abyssiníufjöllum. Þess vegna er ekki mikið getið um veðrið í fornurn bókum Egypta. Öðru máli gegndi um Grikki. Hómer telur, eins og fleiri fornir sagnaritarar, að guðirnir stjórni veðrinu. Það er Poseidon, sjávar- guðinn, sem gerir ]>essa hríð að Odysseifi, eftir 17 daga hrakn- inga hans á íleka: „Þar með sópaði hann saman skýjunum og hrærði undirdjúpin. Hann mundaði kvísl sína, vakti storma af öllum átturn og liuldi skýjum haf og land; hraðaði sér þá nóttin af himni. Laust þá saman austanátt og sunnanvindi, hinni storm- Jrungu vestanátt og svo norðanvindinum, sem á upptök sín í heið- ríkjunni, og varð af brimandi bvlgja. Þá kiknuðu kné Odysseifs og hjarta hans klökknaði.“ Öðruvísi fórst Kristi, þcgar hann ltast- aði á vindinn, samferðamönnum á Genesaretvatni til öryggis og hugarhægðar. Eitt viturlegasta rit Biblíunnar er Prédikarinn, sem er nær 2200

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.