Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 15
NÁTT ÚRUF R Æ ÐINGURINN
9
ára gamall. Þar standa þessi orð um það, hvaða gróða það færir
mönnum að sökkva sér niður í heilabrot um veðurfarið: „Sá, sem
sífellt gáir að vindinum, sáir ekki, og sá sem sífellt horfir á skýin,
uppsker ekki. Eins og þú veizt ekki, hvaða veg vindurinn fer, . . .
eins þekkir þú heldur ekki verk Guðs, sem allt gjörir. Sá sæði
þínu að morgni og lát hendur þínar eigi hvílast að kveldi, því að
þú veizt ekki, hvað muni heppnast, þetta eða hitt, eða hvort hvort-
tveggja verður gott.“
En þótt mest gæli þeirrar trúar í hinum fornu ritum Grikkja og
Hebrea, að guðirnir hefðu vald á veðrinu, skaut þó skynsemis-
trúin stundum upp kollinum. Skemmtilegt dæmi um átök þessara
tveggja stefna ntá finna í gamanleikriti Aristofanesar, sem uppi
var fyrir 2400 árum, en leikrit þetta nefndi hann Skýin. Hér lætur
hann Strepsiades, bóndamann í Aþenu, rökræða við Sókrates um
orsakir rigningarinnar:
Strepsiades segir:
Ef Scifur cr enginn til,
skaltu segja þá Iregn,
liver sendir oss regn,
annars sýnist mér kenning þín slök.
Sókrates svarar:
Þú skalt vita á því grein:
skýin valda því ein,
það skal varið og færð að því rök:
Hvenær rignir á grund
eftir eina stund,
þegar himinninn heiðríkur er?
En heiðríkju úr
gæti Hann þó scnt skúr,
cf þú hefðir rétt fyrir þér!
Þannig hnekkir Sókrates rökum bóndans með sinni heimsfrægu
jDrætulist.
Aristóteles kom fram á sjónarsviðið fyrir meira en 2300 árum,
og bók hans, Meteorologica, átti eftir að verða höfuðrit veðurfræð-
innar í næstu 2000 ár. Erfitt er að skilja, að svo langur tími skyldi
líða, áður en hróflað var verulega við þessu riti, sem vitanlega