Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 18
12
NÁT T Ú R U F R. i: ÐIN G U R1N N
Skiron, útnyrðingurinn, glottir skuggalegu glotti og hellir úr
fötu. Virðist hann haga sér líkt og útsynningurinn íslenzki.
Ekki veit ég, hvort Knud Ziemsen hefur haft Vindaturn Kyrrhest-
esar að fyrirmynd, þegar hann teiknaði Hljómskálann í Reykjavík.
En furðanlega líkir eru jaeir, og víst er urn JkhV, að fleira en okkur
grunar af daglegum fyrirbærum er komið aftan úr grárri forn-
eskju. Það eru að vísu engar höggmyndir af persónugervingum vind-
anna, sem skreyta liliðar Hljómskálans. En ef að er gáð, má Jdó
sjá, að hver hinna átta veðurátta hefur miskunnarlaust lamið svip-
mót sitt á veggi hans. Euros landsynningur hefur skafið nær allan
lit af suðausturhlið og er byrjaður að veðra steininn, en Skiron og
Boreas hafa aftur á móti hlíft sínum norðvestur- og norðurveggj-
um, svo að málningin, rauðbrún og ljós, blasir Jrar við eins og frá
henni var gengið fyrir mörgum árurn.
Úr því að minnzt var á persónugervinga vindanna, má nefna, að
svipaðra hugmynda gætir oft í bókmenntum okkar. Vel liefði Jónas
Hallgrímsson getað haft Skiron í huga, er hann orti „Skuggabald-
ur úti einn öli daufu rennir" og útrænan lians blíða minnir mjög
á Lips. Gróðursins drottinn, sem Guðmundur Böðvarsson yrkir um,
ber furðu mikinn svip af Notos, er hann stráir bláum dúnmjúk-
um skúrum yfir engin, og ég get ekki stillt mig um að tilfæra hér
vísu Sveinbjarnar Egilssonar um landnyrðinginn, svo mjög svipar
honum til hins gríska Kaikasar á turni vindanna:
Þó landnyrðingur ljótur sé
og lemji liús og fold,
þó bresti liljóð og braki tré
og beri snæ sem mold,
mitt skal ei hræðast liold,
Jrví Irlíðviðrið á bylja vængjum hvílir.
Frá dögunt Aristotelesar og fram á 17. öld gerðist fátt nýtt í sögu
veðurfræðinnar. En þó að Meteorologica væri liöfuðritið í fræði-
greininni, varð þó flestum frekar á að grípa til ýmiss konar kenni-
setninga og veðurmerkja, sem áttu rót sína að rekja til stjörnu-
speki eða annarrar hjátrúar. Sum veðurmerki voru byggð á reynslu,
þó að stundum blandaðist allt Jretta saman. Um áhrif tunglsins er
áður getið í sambandi við veðurspár Kaldea og Babýloníumanna.
Menn trúðu einnig, að unnt væri að framkalla veður með göldrum,