Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 19
NÁ'l' T Ú R U F RÆ ÐINGURINN 13 og er alkunnugt gerningaveðrið, sem Svanur á Svanshóli magnaði móti eftirleitarmönnum Þjóstólfs Hallgerðarfóstra, eftir því sem Njáls saga segir frá. Máltækið, að morgunroðinn væti, er að minnsta kosti 2000 ára gamalt, og er um það getið í ritum Þeofrastusar, sem var uppi skammt á eftir Aristotelesi. Og það er ekkert nýtt, að talað sé urn óveðurskráku, því að Þeofrastus segir: „Það veit á storm ef krákan gargar tvisvar sinnum snöggt og síðan í hið þriðja sinn.“ Það er í rauninni ekki undarlegt, þó að trúað væri í 2000 ár á snillinginn Aristoteles, því að ennþá lengur hefur krák- an verið höfð til marks um ókomið veður. Árið 1643 var stórhertogalegur stærðfræðingur og stærðfræðipró- fessor í Florence á Ítalíu, sem hét Evengelisto Torricelli. Hann var eftirmaður hins mikla Galileo Galilei, sem hafði látizt árið áður. Því er hér minnzt á árið 1643, að þá gerði Torricelli þá merku en einföldu tilraun, sem nú skal skýrt frá: Hann tók glerpípu alllanga og lokaða í annan endann, og fyllti hana kvikasilfri. Síð- an lokaði hann opinu á pípunni með fingurgómi, sneri pípunni við og lét opið á henni niður í kvikasilfur í bolla. Þá tók hann fingurinn frá opinu, en hélt því stöðugt niðri í kvikasilfrinu, svo að ekkert loft kornst að. Þá gerðist það, að kvikasilfrið tók að renna niður í bollann, en aldrei þó meira en svo, að eftir var rúmlega álnarlöng kvikasilfurssúla, og lyrir ofan hana var tóma- « rúm í pípunni. Hvað olli því nú, að kvikasilfrið steig hærra inni í pípunni en í bollanum? Skýringin var þessi: Á yfirborð kvikasilfursins í bollanum þrýsti andrúmsloft- ið með öllum þunga sínum frá jörðu og upp í upphæðir. En inni í pípunni var tómarúm og þess vegna ekkert, sem þvingaði kvikasilfrið niður á við, nema þungi þess. Hann hlaut því að vera jafnmikill loftþyngdinni. Ég þarf ekki lengur að skýra þetta fyrirbæri. Þarna er loftvogin komin í sinni einföldustu mynd. Þessi tilraun Torricellis markaði því tímamót í sögu veðurfræðinnar. 2. mynd. Gömul teikning til skýringar á loftvogartilraun Torri- cellis. a—b er tómarúmið efst í pípunni, en c er yfirborð kvika- silfursins í bollanum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.