Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 19
NÁ'l' T Ú R U F RÆ ÐINGURINN 13 og er alkunnugt gerningaveðrið, sem Svanur á Svanshóli magnaði móti eftirleitarmönnum Þjóstólfs Hallgerðarfóstra, eftir því sem Njáls saga segir frá. Máltækið, að morgunroðinn væti, er að minnsta kosti 2000 ára gamalt, og er um það getið í ritum Þeofrastusar, sem var uppi skammt á eftir Aristotelesi. Og það er ekkert nýtt, að talað sé urn óveðurskráku, því að Þeofrastus segir: „Það veit á storm ef krákan gargar tvisvar sinnum snöggt og síðan í hið þriðja sinn.“ Það er í rauninni ekki undarlegt, þó að trúað væri í 2000 ár á snillinginn Aristoteles, því að ennþá lengur hefur krák- an verið höfð til marks um ókomið veður. Árið 1643 var stórhertogalegur stærðfræðingur og stærðfræðipró- fessor í Florence á Ítalíu, sem hét Evengelisto Torricelli. Hann var eftirmaður hins mikla Galileo Galilei, sem hafði látizt árið áður. Því er hér minnzt á árið 1643, að þá gerði Torricelli þá merku en einföldu tilraun, sem nú skal skýrt frá: Hann tók glerpípu alllanga og lokaða í annan endann, og fyllti hana kvikasilfri. Síð- an lokaði hann opinu á pípunni með fingurgómi, sneri pípunni við og lét opið á henni niður í kvikasilfur í bolla. Þá tók hann fingurinn frá opinu, en hélt því stöðugt niðri í kvikasilfrinu, svo að ekkert loft kornst að. Þá gerðist það, að kvikasilfrið tók að renna niður í bollann, en aldrei þó meira en svo, að eftir var rúmlega álnarlöng kvikasilfurssúla, og lyrir ofan hana var tóma- « rúm í pípunni. Hvað olli því nú, að kvikasilfrið steig hærra inni í pípunni en í bollanum? Skýringin var þessi: Á yfirborð kvikasilfursins í bollanum þrýsti andrúmsloft- ið með öllum þunga sínum frá jörðu og upp í upphæðir. En inni í pípunni var tómarúm og þess vegna ekkert, sem þvingaði kvikasilfrið niður á við, nema þungi þess. Hann hlaut því að vera jafnmikill loftþyngdinni. Ég þarf ekki lengur að skýra þetta fyrirbæri. Þarna er loftvogin komin í sinni einföldustu mynd. Þessi tilraun Torricellis markaði því tímamót í sögu veðurfræðinnar. 2. mynd. Gömul teikning til skýringar á loftvogartilraun Torri- cellis. a—b er tómarúmið efst í pípunni, en c er yfirborð kvika- silfursins í bollanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.