Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 21
NÁ I TÚRUFRÆÐINGURINN 15 3. niynd. iH tta cr ritvél Morses, sein olli tíniamótum í veðurfræði á sínum tíma. augabragði, eu öld kann að h'ða, áður en annað slíkt kemur þess í stað.“ Lamarck gafst ekki upp, þó að svona færi fyrir félaga lians. Árið 1800 hóf hann að gefa út árlega veðurfarsbók fyrir Frakk- land, Annuaires Météorologique, og hélt því áfram til 1816. Þá var það eitt sinn í opinberri veizlu, að Napoleon skipaði honum með ruddafengnu orðbragði að hætta afskiptum af öðru en nátt- úrusögu, og þar með var sú útgáfa á enda. I skannndeginu 1829 andaðist Lamarck, vinafár, og hlaut þau eftirmæli, að hann hefði sóað „miklum. tíma í gagnslausar veðurspár". Svo var það árið 1837, að Morse fann upp ritsímann. Þarna var einmitt komið tækið, sem veðurfræðin Jiafði beðið eftir, og er skemmst frá að segja, að á næstu árum risu upp veðurstofur hver eftir aðra, bæði í Evrópu og Ameríku. Á þessum árum má geta nærri, að lirifning veðurfræðinga var mikil yfir framförunum. Vandinn virtist leystur að miklu leyti. En svo fóru þeir að spá. Þegar tímar Jiðu, kom það fram, að veðrið reyndist ekki alltaf eins og spáin hafði sagt. Það sýndi sig, að ekki var einhlítt að kortleggja stormsveipana og fyJgja þeim á kortunum. Málið var flókið viðfangs, sýnu erfiðara en gangur liimintunglanna, og árangurinn varð eftir því. Víða greip menn vonleysi. í Bretlandi var þannig öllum opinberum veðurspám Jiætt í mörg ár, en voru þó teknar upp aftur. Þrotlaust var þó reynt að bæta aðferðirnar við spárnar, og má einkum nefna rannsóknir veðurfræðinganna

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.