Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 25
NÁTTÚRUFRÆÐ1N G U R I N N
19
5. mynd. Myndin sýnir einn stærsta raíheila, sem nú er í notkun, svokallaðan
IBM 704. Er hann meðal annars notaður við veðurspár í Washington.
sagði hann: ,,Vera má að dag nokkurn í fjarlægri framtíð verði
unnt að reikna veðrið með meiri hraða en það breytist sjálft, og
með tilkostnaði sem er minni en ávinningurinn af spánum. En
það er draumur einn.“
Sannleikans vegna er svo rétt að geta þess, að þegar Richards-
son var búinn að reikna sex klukkustunda þrýstibreytingu í tveim
punktum kortsins og hafði eytt í það sex vikum, þá kom í ljós,
að í öðrum punktinum hefði loftvogin átt að falla um 17.9 mb
eftir hans kokkabókum. Er þetta geysimikið og kemur varla fyrir
nema í stórviðrum, enda hafði loftvogin í reyndinni nær engum
breytingum tekið. En ekki nóg með það. í hinum punktinum
reiknaði hann út, að loftvogin ætti að stíga urn 145.1 mb á þess-
um 6 stundum, og var það stórkostleg fjarstæða eins og geta má
nærri.
Ástæðan til þess, að tilraun Richardssons misheppnaðist svo ógnar-
lega, var ekki beint sú, að hann kynni ekki góð skil á lögmálum
veðráttunnar. Er það skemmst frá að segja, að bók hans, sem er
220 blaðsíður í stóru broti, ber vitni geysilegum og alhliða lær-
dómi í veðurfræðinni. Aðalgallinn var sá, að athuganir þær á
einstökum stöðum, sem hann notaði, gáfu ekki nógu sanna mynd
af veðráttunni á því stóra svæði, sem heyrði þeim til. Má sem
dæmi nefna, að vindurinn á Akureyri gefur oft alranga hugmynd