Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 26
20 NÁT i' Ú RUFRÆÐIN GU R I N N um vindátt á Norðurlandi, hvað þá í fjarlægari héruðum. Það voru villandi athuganir af þessu tagi, sem eyðilögðu útreikninga Richardssons. Þó að svona færi, var hugmyndinni samt haldið vakandi. Menn fundu út, að heppilegra mundi að nota líkingarnar um loftstraum- ana á annan og einfaldari hátt en þann, sem Richardsson gerði. Má þakka þá þróun að miklu leyti prófessor Rossby, sem nú er látinn fyrir fáurn árum og var einn snjallasti veðurfræðingur síð- ari áratuga. í öðru lagi fjölgaði veðurathugunum stórkostlega í heimsstyrjöldinni síðari, einkum þó háloftaathugunum. Og í þriðja lagi varð á sama tíma geysileg framför i framleiðslu hraðvirkra reiknivéla. Alit þetta er nú þegar að valda byltingu í veðurspán- um. Ég vil ekki segja, að þær hafi ennþá batnað verulega. Hitt er meira um vert, að ný þróun er hafin og möguleikarnir til end- urbóta virðast nær ótæmandi. Nú loks hefur tekizt samvinna milli þeirra veðurkortamanna, sem rekja slóðir lægða og þokusvæða á kortum sínum, og svo fræðimannanna, sem glíma við lausn liinna stærðfræðilegu náttúrulögmála. Sumir vilja ekki ennþá kalla veðurfræðina vísindalega, og að minnsta kosti er það víst, að hún er mjög ung sem vísindagrein. Meðan þýðingarmestu uppgötvanir voru gerðar í stærðfræði og eðlisfræði, að ekki sé talað um hugvísindin, lá veðurfræðin í dvala. Orsökin er augljós. Engin meiri háttar þróun í veðurfræði gat orð- ið fyrr en tækni og alþjóðleg samvinna var komin á hátt stig. Rannsóknastofa veðurfræðinganna er hvorki meiri né minni en hin gífurlega víðátta lofthafsins, og til þess að ná árangri þar þarf fyrst og fremst að skipuleggja starfsemi, sem spannar um allan hnöttinn og hagnýtir fidlkomnustu fjarskiptaaðferðir og tækni. Þess vegna lá veðurfræðin í dvala, meðan aðrar vísindagreinar döfnuðu, en nú sjást þess merki, að hún sé að vakna af þeim Þyrnirósusvefni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.