Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 21 Sturla Friðriksson: Flugusveppur — Berserkjasveppur — Reiðikúla Sumarið 1959 birtist frétt í dagblöðum landsins, þess elnis, að fundizt hefði flugusveppur, Amanita muscaria L., hjá Bjarkarlundi í Reykhólasveit, en finnandi hans var Jochum Eggertsson. Er þetta blaðsveppur nokkur, sem í fræðiritum er talinn áður óþekktur hér á landi. Er hann auðþekktur á því, að hann ber hvelfdan hatt, eld- rauðan að ofan með hvítum, upphleyptum deplum. Að öðru leyti er hann hvítur. Það er athyglisvert við þennan svepp, að hann er eitraður, þar sem í honum eru meðal annars alkaloid efnin mttskarin og svampatropin. Eftir að kunnugt varð um fund sveppsins á Vestfjörðum, liafa ýmsir talið sig Itafa séð áþekka sveppi á undanförnum árum á Norð- ur- og Vesturlandi. Fara einkum sögur af því, að sveppur þessi vaxi víða á Reykjaheiði, og telja kunnugir, að hann hafi eins vaxið þar um síðustu aldamót. Þessu til staðfestingar er litmynd af svepp- inum tekin af Kristni Helgasyni, Langholtsvegi 206, Reykjavík. Sýnir hún sveppinn, þar sem hann óx í svonefndum Bláskógum í Norður-Þingeyjarsýslu sumarið 1957 innan um birkikjarr og beiti- lyng (1. mynd). Þar sem nú má teljast fullvíst, að sveppurinn vaxi bæði á Vest- fjörðum og í Norður-Þingeyjarsýslu, hlýtur sú spurning að vakna, hvort hann sé raunverulega gamall meðlimur í gróðurríki lands- ins. Bendir fundarstaðurinn í Bláskógum eindregið til þess að svo kunni að vera, þar sem hann er fjarri urnferð og ræktuðum gróðri. Sömuleiðis má álíta, af vitnisburði kunnugra manna, að sveppur- inn liafi vaxið þar að minnsta kosti alla þessa öld. Má það fnrðu sæta, að grasafræðingum skuli hafa yfirsézt svo áberandi jarðarvöxtur. Einkuin þar sem sveppagróður hefur ein- mitt verið rannsakaður allýtarlega í norðurhluta landsins. Eina skýringin á því, hve sveppur þessi hefur getað dulizt mönnum, er

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.