Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 37
NÁT T Ú R U F RÆÐIN G U RI N N
29
I. mynd. Loðfíllinn í þjóðsagnastíl. — Rússnesk teikning frá 1722.
móar á vesturströndum Beringshafsins segja ævintýri um Kilu-
hvalinn mikla, sem í grárri forneskju barðist við ófreskjuna Aglu
og flúði á land undan henni. Síðan lifir þessi kynjahvalur neðan-
jarðar og grefur og klippir sér göng í jörðu með skögultönnum sín-
um. Einnig lifir sú sögn í N.-Siberíu að Nói liafi ekki getað tekið
þetta dýr í örkina, því það var svo þungt að henni ætlaði að hvolfa,
er það sté á horðstokkinn! fakútar og Korijakar sunnar í Síberíu
telja kynjadýrið geysimikla rottu, sem lifi í jörðu, og sem þeir
nefndu Mamautu, en af því mun síðar mammútnafnið dregið.
Þessi risarotta þoldi ekki að sjá dagsbirtu, því þá datt hún dauð
niður. Austur á Kamtschatka-skaga er sögn um forynjuna Tuila, sem
ekur í sleða, sem hundur dregur neðanjarðar. Þegar stanzað er, hrist-
ir hundurinn mjöllina af feldi sínum, en þá verður jarðskjálfti. —
í kínverskum ritum fyrir Krists fæðingu hermir sögn frá Mongolíu
og Mansjúríu, að til sé kafloðin og smáeygð risamoldvarpa, með
stutta rófu. Grefur hún sér göng mikil í snjó með tveimur afar-
stórum, b'ognum tönnum. Sumt í þessum fornu sögnum um hið
stóra, loðna dýr með bognar skögultennur, bendir einmitt til loð-
fílanna. En hvers vegna átti það að búa í ís eða í jörðu?
í ævafornum kínverskum ritum er getið um útflutning fílabeins
frá Síberíu. Rómverjinn Plíníus liinn eldri hafði líka heyrt um
þessa verzlun og segir, að fílabeinið sé grafið úr jörð í Síberíu;
bæði gott, hvítt fílabein og annað lakara, dekkra. Á 9. öld keyptu
Arabar uppgrafið fílabein í Bolgori (Gorki), nálægt Nizhni Nov-
gorod við Volgu. Árið 1(>92 sendi Pétur mikli Rússakeisari hol-