Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 37

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 37
NÁT T Ú R U F RÆÐIN G U RI N N 29 I. mynd. Loðfíllinn í þjóðsagnastíl. — Rússnesk teikning frá 1722. móar á vesturströndum Beringshafsins segja ævintýri um Kilu- hvalinn mikla, sem í grárri forneskju barðist við ófreskjuna Aglu og flúði á land undan henni. Síðan lifir þessi kynjahvalur neðan- jarðar og grefur og klippir sér göng í jörðu með skögultönnum sín- um. Einnig lifir sú sögn í N.-Siberíu að Nói liafi ekki getað tekið þetta dýr í örkina, því það var svo þungt að henni ætlaði að hvolfa, er það sté á horðstokkinn! fakútar og Korijakar sunnar í Síberíu telja kynjadýrið geysimikla rottu, sem lifi í jörðu, og sem þeir nefndu Mamautu, en af því mun síðar mammútnafnið dregið. Þessi risarotta þoldi ekki að sjá dagsbirtu, því þá datt hún dauð niður. Austur á Kamtschatka-skaga er sögn um forynjuna Tuila, sem ekur í sleða, sem hundur dregur neðanjarðar. Þegar stanzað er, hrist- ir hundurinn mjöllina af feldi sínum, en þá verður jarðskjálfti. — í kínverskum ritum fyrir Krists fæðingu hermir sögn frá Mongolíu og Mansjúríu, að til sé kafloðin og smáeygð risamoldvarpa, með stutta rófu. Grefur hún sér göng mikil í snjó með tveimur afar- stórum, b'ognum tönnum. Sumt í þessum fornu sögnum um hið stóra, loðna dýr með bognar skögultennur, bendir einmitt til loð- fílanna. En hvers vegna átti það að búa í ís eða í jörðu? í ævafornum kínverskum ritum er getið um útflutning fílabeins frá Síberíu. Rómverjinn Plíníus liinn eldri hafði líka heyrt um þessa verzlun og segir, að fílabeinið sé grafið úr jörð í Síberíu; bæði gott, hvítt fílabein og annað lakara, dekkra. Á 9. öld keyptu Arabar uppgrafið fílabein í Bolgori (Gorki), nálægt Nizhni Nov- gorod við Volgu. Árið 1(>92 sendi Pétur mikli Rússakeisari hol-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.