Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 41
NÁTTÚRUFR Æ ÐINGURINN 33 kunnugt um byggingu og gerð loðfíla í öllum aðalatriðum (sbr. 3. mynd liér að framan). Hin löngu hrosshárskenndu „toghár“ liafa gert dýrið dökkt á að líta. Undir hinni stuttu rófu var húð- leppur, sennilega til varnar kulda eða skorkvikindum. Fituhnúðar sátu ofan á höfði og ltaki. Talsvert fannst af storknuðu blóði í hinu frosna dýri. Sýndu blóðrannsóknir skyldleika loðfílsins við ind- verska fílinn. Pfizenmayer rannsakaði maga loðfílsins og fann mik- ið af grasi og störum, dálítið af blóðbergi, mosa, norrænni draum- sóley og brönugrasi. Fræ sýndu, að dýrið liafði dáið að haustlagi. Sömu jurtategundir vaxa enn á staðnum. Loðfíllinn hafði farizt af slysförum, var nr. a. annar afturfóturinn brotinn. Dýrin hafa varðveitzt í ísnunr í þúsundir ára, svo óskemmd, að sagt er að kjöt sumra lrafi verið ætt. Lítið vissu nrenn lengi um aldur dýranna. En í lok 18. aldar fóru að finnast vopn úr tinnu með beinunum. Risu þá brátt upp nriklar deilur unr það, lrvort menn og loðfílar lrefðu getað verið uppi á sama tíma. Árið 1864 fann E. Lartet flatt fílabeinsstykki (við La Madeleine), sem grafin var á meistaraleg mynd af loðfíl og taldi þetta vera verk steinaldarmanns. Sumir töldu þetta fölsun eina, og deilunum lauk ekki fyrr en loðfíllinn fannst við Berezovka 1901. Var þá jafnframt farið að gefa veruleg- air gaum loðafílamyndunum á hellisveggjum í Frakklandi. Eru þar sýndir menn, loðfílar o. 11. veiðidýr. Gat engin vafi leikið á því lengur, að menn og loðfílar hetðu verið uppi samtímis. Loðfíllinn lrefur af veðurfarslegunr orsökum lifað miklu lengur í Síberíu, en í Evrópu. Hinn þykki feldur bendir til þess að lofts- lagið hafi verið svalt. Var og kalt langt suður um Evrópu á ísaldar- skeiðum. En Idý tímabil hafa verið milli jökultímanna. Hefur loð- fíllinn eins og fleiri dýr, fært sig suður og norður eftir veðurfars- ástæðum. Hitinn gat bæði orðið of lítill og óþægilega mikill. Síð- asta ísaldarskeiðið lrefur e. t. v. drepið loðfílinn í Evrópu. Loðfíl- arnir, sem fundizt hafa, virðast jafnaðarlega hafa farizt af slysum, lent í ám, frostsprungum, fallið í vakir o. s. frv., og sumir kannske í snöggum hríðarbyljum á haustin meðan þeir héldu sig norðar- lega á sumarslóðum sínum. Sumir álíta að loðfílarnir hafi að vísu þolað vel þurrakulda, en miklu miður krapahríðar og bleytu. Franski dýrafræðingurinn Neuville, sem um 1919 rannsakaði mikið húðleyfar loðfíla, telur að svitakirtla og fitukirtla vanti að mestu og hafi húðin því ekki

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.