Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 43
NÁTTÚRU F R Æ ÐIN GU RIN N 35 í Mið-Síberíu liafa einu sinni náð miklu lengra norður en nú. í maga sumra loðfíla hefur fundizt mikið af barri og laufi af víði, birki o. fl. norrænum trjám. Virðast dýrin hafa etið þetta að vetr- arlagi. Hafa kannske haldið sig í skóglcndi á veturna og notið þar skjóls. Rússneski vísindamaðurinn E. N. Pavlovsky rannsakaði árið 1948 loðfílshræ á bökkum Mamontova-fljótsins á Taimyrskaga. Hjá dýrinu fundust greinar af víði og birki. Nú vex víðir ekki fyrr en 500 enskum mílum sunnar, svo þarna hefur verið mun hlýrra á dögum loðfílsins. Hyggur Pavlovsky, að þá hafi helmingur héraðs- ins verið vaxinn skógi og mýragróðri. Mun álit margra rússneskra vísindamanna eittlivað á þessa leið: „Loðfíllinn liefur ekki verið regiulegt heimsskautadýr. Veðráttan á svæðunum þar sem hann finnst nú frosinn, var fyrrum mun hlýrri og skógur óx miklu lengra norður en nú. Líklegt er að loðfíllinn Iiafi reikað langt norður á bóginn á vorin og sumrin, þegar þar varð gott til beitar. Á veturna hlýtur liann að hafa liaft næga beit í hinum endalausu skógar- flæmum Síberíu. Þegar skógurinn hvarf norðan til, hefur sennilega líka verið úti um loðfílinn á þeirn slóðum." B. Heuvelmans bæt- ir við: „Getur ekki vel Imgsast, að loðfílar lifi enn í skóglendum Síberíu? Þessi skógarflæmi (Taiga) eru heil veröld, nær 3 milljón fermílur, eða meira en 30 sinnum stærri en Bretlandseyjar. Mikið af þessu geysilega flæmi er lítt eða ekki rannsakað. Heilar hjarðir villidýra geta auðveldlega leynzt þar. Og sagnir ganga um gríðar- stór, ókennd dýr á þeim slóðum.“ Eftir fund loðfílsins 1948, sem áður er getið, gerðu Rússar út rannsóknarleiðangur af því tilefni og ekki norður á freðmýrarnar, heldur í skógana við Ob-flóann, en þar hafa gengið sögur af óþekkt- um, stórurn dýrum. Aðeins rannsóknir geta skorið úr þessunr mál- um til fulls. Heimildarit: Aðallega Bernard Heuvelmans: On the Track oj Unknown Animals. London 1958.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.