Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 50
42
NÁTT ÚRUF RTT) I N G U R I N N
Selgresi (Plantago lanceolata). Ölviskross í Hnappadal V.
Flækjumura (Galiurn mollugo), e. t. v. bastarður. Hefur
vaxið tvö ár á Bústaðahæðinni í Reykjavík. Áður aðeins fundinn
á Akureyri.
G a u k a s ú r a (Oxalis stricta). Hefur vaxið í volgri jörð í
Ht eragerði og blómgast nokkur ár. Sendi María Vigfúsdóttir mér
eintök til athugunar í haust. Hef einnig séð sömu tegund í og við
gróðurlnis í Víðigerði í Borgarfirði. Gaukasúra þessi er með jarð-
renglur, uppréttan eða uppstígandi stöngul, þrífingruð blöð og gul
blóm. Er slæðingur á Norðurlöndum. Heimkynni N.-Ameríka.
Kirtilaugnfró (Euphrasia brevipila). I Hveragerði.
Við flugvöllinn í Reykjavík, skammt frá birgðaskemmu, sá ég
17 tegundir slæðinga 12. september 1959. Má nefna hrukkunjóla,
götudesurt, gullperlu (Rorippa silvestris), lierpunt (Agropyrum
Smithii), borgarnjóla (Rurnex obtusifolius) o. fl.
Ingólfur Davíðsson.
Sjaldgœf veiði.
Sumarið 1957, í júlí—ágúst, veiddust 6 gráröndungar (Mugil
clielo) í silunganet í Dyrhólaós. Þrjá veiddi Sveinn Einarsson, Reyni,
2 heila og óskemmda, en 1 mikið étinn af marfló; hina þrjá veiddi
Gunnsteinn Ársælsson, Reynishólum.
Því miður sá ég ekki fiska þessa, svo að ég gæti mælt þá eða
aldursákvarðað, en veiðendur telja, að þeir rnuni hafa verið 35
til 45 cm langir, svo að þetta hafa verið fiskar af meðalstærð.
Fiskarnir höfðu verið mjög feitir. Ekki veit ég til, að veiðst hafi
nerna einn gráröndungur áður í Dyrliólaós. Hann veiddist í sil-
unganet síðsumars um 1950, — ekki alveg viss um ártalið.
Gráröndungur er sjaldgæfur hér við land. Aðeins fáir hafa fund-
izt hér við suðurströndina, allir að sumri til. Virðist gráröndung-
urinn slangra upp að ströndinni, þegar sjávarhiti er mestur. Ann-
ars hafa norðurtakmörk heimkynna hans af mörgum verið talin
um norðanverðar Bretlandseyjar, en að sumrinu til slæðist hann
norður á bóginn, til Noregsstranda og allt hingað til lands, þótt
fárra hafi orðið vart.
{Sbr. Bjarni Sœmundsson: Fiskarnir, 1026, bls. 152 og Arni Friðriksson i
Náttúrufrœðingnum 1941, bl. 154.)
Einar H. Einarsson.