Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURI NN 43 Alþjóðlegar jrœðsluferðir til íslands. í júlímánuði næstkomandi verður haldið í Stokkhólmi 19. al- þjóðaþing landfræðinga og í ágústmánuði verður 21. alþjóðaþing jarðfræðinga haldið í Kaupmannahöfn. Standa allar Norðurlanda- þjóðirnar að þingum þessmn og \erða í sambandi við þau farnar fræðsluferðir um öll Norðurlönd. Til íslands verða farnar tvær fræðsluferðir. Sú fyrri, í sambandi við landfræðingaþingið, stend- ur yfir dagana 23. júlí til 3. ágúst, en sú síðari, sem er jaiðfræðinga- ferð, 1.—12 ágúst. Verður í báðum þessum ferðurn farin svipuð leið, um Borgarfjörð til Norðurlands allt til Mývatns og Ásbyrgis og um Suðurland austur að Skeiðarársandi. í fyrri ferðinni verða 30 þátttakendur en 00 í liinni síðari. Eru þátttakendur frá 20 þjóð- um. í báðar þessar ferðir komust miklu færri en vildu og hefur ekki verið jafnmikil aðsókn í neinar aðrar af fræðsluferðunum í sambandi við þessi þing. í íslenzku undirbúningsnefndinni, sem er sameiginleg fyrir báð- ar þessar fræðsluferðir, eru eftirfarandi menn: Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, formaður, Tómas Tryggva- son, jarðfr., ritari jarðfræðingaferðarinnar, Valdimar Kristinsson, cand. oecon., ritari landfræðingaferðarinnar, Guðmundur Kjartans- son, jarðfr., Gunnar Böðvarsson, verkfr., Jóhannes Áskelsson, jarð- fr., Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, Sigurður Briem, ráðu- neytisfulltrúi, Steingrímur Hermannsson, frkvstj. Rannsóknanáðs ríkisins, og Trausti Einarsson prólessor. Fararstjórar fræðsluferð- anna verða þeir jarðfræðingar, sem sitja í undirbúningsnefndinni og Valdimar Kristinsson. í sambandi við þessar fræðsluferðir verða gefnir út ítarlegir leiðarvísar á ensku, aðallega jarðfræðilegs efnis. Auk þess kemur út í Noregi tveggja binda ritverk á ensku um landafræði Norður- landa. Ritstjóri er Axel Sönnne, prófessor við verzlunarháskólann í Björgvin. Kaflann um ísland ritar Sigurður Þórai'insson. Sigurður Þórarinsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.