Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 53

Náttúrufræðingurinn - 1960, Side 53
NÁTTÚRU 1' RÆÐINGURINN 45 sama að eiga við um allt hitt. Hér kemur það og rnikið við sögu, að hákarls- tennur, sent mikið var af í jarðlögum á Möltu, voru í rauninni allt annað en þær sýndust vera, nefnilega naðurtungur, sem Páll postuli Iiafði breytt þannig í forðum daga, er skip lians strandaði á eynni. Menn aðhylltust ann- ars þá kenningu, að steinmyndandi saft liefði þann sköpunarmátt að geta framkallað allskyns myndir í jörðinni; einnig kom til greina að slíkur sköp- unarmáttur hyggi í berginu sjálfu. Hver lieimskingi gat skýrt steingerfinga á þann hátt sem það er gert á vorum dögum. Hitt fýsti djúpliyggju og þekk- ingu á ritum lærðra manna, að fjalla um mátt steinsaftarinnar. Hér er sjálf- sagt aðalatriðið, og það er atriði, sem svo oft hefur kornið við sögu vísindanna, þótt þýðing þess sé ef lil vill ltvergi ljósari en í þessu sambandi: Menn neita augljósustu sannindum með skírskotun til kenninga. Hér bregður sem snöggvast fyrir annarlegum giampa: Steno kentur fram á sviðið. Hann skoðar gaumgæfilega íjölda staða, Jjar sem „bergmyndir" voru kunnar og í riti sínu Hi69 leiðir hann skýr rök að því, að steingerfingar eru leifar fornra dýra. Hann er nú talinn faðir forndýrafræðinnar og hinnar sögu- legu jarðfræði og mikils metinn. En vísindastarf hans varð stutt og hvorki í DanmÖrku né annarsstaðar var nokkur skilningur á uppgötvun hans. Steinsaft- in hélt sinum krafti1). Vísindin voru afarfurðulega gerður grautur þar sem aðalefnin voru guðfræði og læknismáttarfræði. Verulegur Iiluti hinnar síðarnefndu var steinafræði, þ. e. læknismáttur steina. Til steina töldust jarðsteinar, blóðsteinar, nýrnasteinar o. s. frv. Jarðsteinar gátu vaxið inni í bergi líkt og nýrnasteinar í mönnum. Móðursteinn (matrix) fæddi af scr aðra steina, blóðsteinninn (hematít) hefti blæðingu o. s. frv. Nútímamaður á ekki auðvelt með að setja sig að öllu leyti inn í hugsunar- háttinn, og Jtó er það æskilegt, t. d. af því að í þessum grautarpotti var að botnfalla ýmislegt, sent síðar skifLi máli og þarna verða til orð (eins og matrix og hematit) sem jarðfræðin notar enn í dag þótt upphafleg merking ntegi teljast gleymd. í Landfræðisögu Þorvaldar er vissulega talað almennt um vísindin á 17. öld, en honum er gjarnt að afgreiða þau með stimplinum hindurvitni og hjá- trú. Þótt það sé að vissu leyti rétt þá er hitt einnig víst að ltinir lærðu menn þessa tíma liöfðu sín hugmyndakerfi, sínar ástæður fyrir hinum og þessum skoðunum og jiað er nokkurs virði að skilja hvernig stóð á meinlokunum. Bók Garboes er mjög læsilega skrifuð og fordómalaust og heimildaskrá er svo stór (32 bls.) að hún er vafalaust mikilsverð fyrir þá, sem t. d. vildu kanna nánar það sem liorfir að Islandi. Trausti Einarsson. 1) Viðvíkjandi eldgosum skifti sú forna kenning miklu máli, að kuldi á einum stað kallaði fram hita á öðrum til mótvægis. Það var því kuldinn á Heklutindi sem framkallaði háan hita unclir fjallinu og gerði það að eldfjalli.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.