Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 57
NÁTT Ú R U F RÆÐINGURINN
49
í íormála að þcssu riti segist Rutten hafa notið góðs af því að ræða við
mig um ýms vafaatriði. Ég vil taka fram að ég hef munnlega látið í ljós vantrú
á ýmsum staðhæfingum lians, en cg sé ekki að það hafi haft nein áhrif á hann,
svo að þakklæti í minn garð er hrein ofrausn.
Hálfu ári eftir útkomu ofannefnds rits kom út stutt ritgerð eftir Rutten og
aðstoðarmanns lians, Wensink, um jarðfræði svæðisins frá Hvalfirði til Skorra-
dals. Var annar höfundur 4—5 daga, hinn 8—9 daga við útirannsóknina, hitt er
eftir flugmyndum. Hér er um framhald á fyrri rannsókn að ræða og í sama anda.
En liér kemur að því vandaverki að taka afstöðu til hinnar mjög frábrigðilegu
niðurstöðu okkar Þorbjörns. Það reynist Rutten þó auðveldara en ég hefði
trúað að óreyndu: Hann slær því frarn, að við Þorbjörn höfum gert vitleys-
urnar við okkar kortlagningu, og það er stungið upp á nokkrunt yfirsjónum,
sem vel sé hugsanlegt, að okkur hafi orðið á. Þetta heita getsakir, en ekki vís-
indaleg gagnrýni, og er hreint óyndisúrræði, sem er sjaldgæft að sjá vísinda-
menn grípa til. Hvaða tilgangi svona „rannsóknir" geta þjónað er mér næsta
torskilið.
Trnusti F.inarsson.
Jóhannes Áskelsson:
Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðifélag 1959
Félagsmenn
Árið 1959 létust þessir íélagsmenn: Björn Sigurðsson, dr. med., læknir. Geir
Sigurðsson, skipstjóri, Gísli Sveinsson, fyrrverandi sýslumaður og sendiherra,
Halldór Jóhannesson, verkamaður, Helgi Jónasson, frá Brennu, verzlunarmað-
ur. Á árinu sögðu sig úr félaginu 12 ársfélagar. Alls hafa þvl liorfið úr félaginu
17 manns. í félagið liafa gengið: 1 ævifélagi og 58 ársfélagar, alls 59. Félagatalan
í heikl liefur því aukizt á árinu um 42, og er nú i allt 736, sem skiptast þannig:.
Heiðursfélagar 5, kjörfélagar 2, ævifélagar 97 og ársfélagar 632.
Stjórnendur og aðrir starfsmenn félagsins
Stjórn félagsins:
Jóhannes Áskelsson, yfirkcnnari (formaður).
Unnsteinn Stcfánsson, cand. polyt. (varaformaður).
Guðmundur Kjartansson, mag. scient. (ritari).
Gunnar Árnason, búfræðikandidat (féhirðir).
Sigurður Pétursson, dr. phil. (meðstjórnandi).