Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 7
Nátturufr. - 32. árgangur - 1. hefti ■ 1.—48. siða - Reykjavik, marz 1962 Þorleifur Einarsson: • • Askja og Oskjugosið 1961 Ódáðahraun nefnist einu nafni fjöldi hrauna, sem sum eru runn- in frá hraundyngjum, en önnur frá gossprungum á nútíma, þ. e. á síðustu 10000 árum. Hraun þessi, sem eru ærið misgömul, eru tæpir 4000 km- að stærð. Lengst þessara hrauna er hraunið í Bárðar- dal, sem komið er frá Trölladyngju og runnið hefur út Bárðardal. Það er um 100 km að lengd. Einna kunnust þeirra fjalla, er skaga upp úr hraunflákanum mikla, eru Dyngjufjöll í suðaustanverðu Ódáðahrauni. Fjallaklas- inn er að Dyngjufjöllum ytri meðtöldum um 400 km2 að stærð. Eldgos hafa verið tíð í Dyngjufjöllum og næsta nágrenni allt frá ísaldarlokum og fram til okkar tíma, og eru þaðan runnin mikil hraun. í sambandi við þessi eldsumbrot hafa brotnað niður stórar spildur í Dyngjufjöllum. Er þar fyrst að geta Öskju sjálfrar, sem er 50 km2 stórt jarðfall í sunnanverðum Dyngjufjöllum. Slíkir sig- dalir, sem myndazt hafa beint eða óbeint af völdum eldsumbrota, nefnast á erlendum málum caldera eftir dal einum miklum á eld- fjallseynni Palma, sem er ein Kanaríeyja. Á íslenzku hafa slík jarð- föll verið nefnd öskjur. í suðausturhorni Öskju er önnur sigdæld, Öskjuvatn, er brotn- aði niður fyrir og þó einkum eftir Öskjugosið 1875. Öskjuvatn er í 1053 m y. s., en hinn hrauni þakti botn Öskju í 1100—1200 m hæð. Fjöllin umhverfis Öskju eru 1200—1500 m há. Iiæst eru fjöllin sunnan Öskjuvatns. Er þar hæstur Þorvaldstindur, 1510 m, nefnd- ur eftir Þorvaldi Thoroddsen. Austurfjöllin ná 1448 m hæð, Vest- urfjöllin 1377 m og Norðurfjöllin 1362 m. í gegnum fjallahringinn umhverfis Öskju eru nokkur skörð. Til norðurs er Öskjuvegur, til norðvesturs Jónsskarð, til suðvest- urs Trölladyngjuskarð, til suðurs Suðurskörð og til austurs Öskju- op. Öll eru þessi skörð hærri en dalbotninn nema Öskjuop. LFm

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.