Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN skörð þessi hafa runnið liraun, áður en Askja brotnaði niður, en síðar hafa þau einkum runnið út um Öskjuop, en það er sennilega sigdalur (graben), sem brotnað hefur niður samtímis Öskju. í þessari grein er Askja talin jarðfall, rnynduð á þann hátt, að hraunkvikuhólf, grunnt í jarðskorpunni, hafi tæmzt og þak hólfs- ins síðan bilað og sigið, líkt því, sem átti sér stað, er Öskjuvatns- spildan seig eftir gosið 1875. En einnig er oft talið, að öskjur verði til í gífurlegum sprengigosum, svo miklum, að meginhluti fjall- anna springi í loft upp. En hvað hefur orðið af hinu mikla magni lausra gosefna, sem verða ætti til við slíkt sprengigos? Það er mörg gátan enn óleyst í Dyngjufjöllum. Dyngjufjöll eru gerð úr gosmóbergi nreð miklu blágrýtisívafi. Rannsóknir á fjöllunum eru enn svo skammt á veg kornnar, að óvíst er, hvort gosmóbergið, sem myndað er í eldgosum á jökultíma (kvarter), hefur hlaðizt upp í geilum í eða undir jökli á ísöld, svo sem flest móbergsfjöll hér á landi, eða undir beru lofti á hlýöld milli ísalda. Eftir að jökul síðustu ísaldar leysti af Dyngjufjöllum, hófust þar hraungos. Eldstöðvar þær, sem hraun þessi eru komin frá, eru ókunnar, enda munu flestar þeirra löngu huldar yngri hraunum. Hraunin, sem runnin eru, áður en Askja varð til, mætti nefna Dyngjufjallahraun (pretektonisk hraun). Þau þekja m. a. norður- hluta fjallanna og hafa einnig runnið út um skörðin, sem áður eru nefnd, enda var líklega þar, sem Askja er nú, hraunslétta, jafn- liá hraununum á norðanverðum Dyngjufjöllum eða liærri. Þessu fyrsta gosskeiði í Dyngjufjöllum á nútíma lauk, er jarðfallið mikla, Askja, varð til. Líklega hefur spildan, þar sem Askja er nú, sigið meir en 100 m í þessum umbrotum, svo sem brotabrúnin nyrzt í jarðfallinu sýnir. Samtímis og þó líklega einkum eftir að Öskjuspildan seig, liafa enn orðið mikil eldsumbrot í Dyngjufjöllum og þá einkum í Öskju sjálfri. Eldstöðvarnar hafa flestar legið á brotalínunum, sem af- marka gosmóbergsrana Dyngjufjalla frá lirauni þöktunr botni Öskju. Af eldstöðvum, sem virkar voru á þessu gosskeiði og fram til 1875, eru fáar kunnar. Við Trölladyngjuskarð er gígaröð, og er þaðan komið liraunið, senr nú þekur botn Öskju. Hraun þetta, svo og önnur yngri, er gætu verið komin lrá litlum eldvörpunr í Öskjuopi, hafa runnið út um Öskjuop og yfir eldri hraunfláka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.