Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 3. mynd. Jarðhitasprunga í Öskju sunnan Öskjuops. Séð að norðan. Hr = Hrekkur, V == Víti, H = Hornfirðingahólmi (Eyja) og Þ = Þorvaldstindur í baksýn. Leirlækurinn sést greinilega. — The hydrothermal jissure in Askja frojn N. — Loftljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson, 24. okt. 1961. í desember 1922 og íebrúar 1923 verður enn vart jarðelds í Öskju. 1 þessum gosum urðu til tvö smáhraun við suðaustanvert Öskjuvatn, Kvíslahraun og Suðurbotnahraun. 1926 mun hafa gosið um vorið í Öskjuvatni rétt norðan Þor- valdstinds, og varð þá til gjalleyja sú, sem nefnd hefur verið Horn- firðingahólmi (Eyja). Sunnan Dyngjufjalla liggur 7 km löng gossprunga með NNA— SSV-stefnu. Þessi sama brotalína gengur síðan þvert gegnum há- egg Þorvaldstinds, um Hornfirðingahólma, Víti og líklega norður til Öskjuops. Frá gossprungunni rann á árunum 1926—1930 — ná- kvæm tímasetning goshrinanna er ekki kunn — 16 km2 stórt hraun, sem breiddist eingöngu út austan sprungunnar og allt suður til Jökulsár, vestan Vaðöldu. Hraun þetta mætti nefna Þorvaldshraun, enda eru stærstu gígar sprungunnar undir suðurrótum Þorvalds- tinds (á kortinu, 1. mynd, sést aðeins nyrðri helmingur þessa hrauns).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.