Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 12. myncl. Hraunstrókur í austasta gígnum. Séð að norðaustan um hádegis- bilið h. 29. okt. 1961. Hæð stróksins um 75 m. í b'aksýn hraunstrókur í vest- asta gígnum. — A lava fountain in the easternmost crater. Height ca 15 m. Ljósm.: Þ. E. Næsta dag var hraunbrúnin orðin 4—6 m há, og jaðarinn skreið áfram með um 20 cm/mín. hraða. Þennan dag og næsta (28. og 29.) má segja, að hraunjaðarinn liafi fremur oltið eða hrunið áfram en runnið. Úr hraunbrúninni hrundu sífellt niður gjallmolar og björg og molnuðu, svo að glitti í glóðina innan í þeim. Á þennan hátt myndaðist gjallkennt lag framan við hraunbrúnina, sem seigfljót- andi ltraundeigið skreiddist síðan yfir. Undir gjallskrofinu rnátti víða sjá í glóðina í hraunbrúninni, er hún mjakaðist áfram með snarkandi klið. Viku síðar var enga hreyfingu að sjá á yztu hraunjöðrunum, en þó sást alllengi glitta í glóðina í gegnum rifur á gjallþekjunni. Ofar í Öskjuopi hrannaðist hraunið upp næstu dagana og þykknaði. I byrjun nóvember, líklega h. 6., varð nokkur breyting á hraun- rennslinu frá gígunum. Þá brauzt eldá austur úr austasta gígnum. Hraunið, sem rann eftir þetta, var mjög þunnfljótandi og breiddist út í Öskjuopi ofanverðu að sunnan, milli nýja hraunsins,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.