Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 15 brúninni, hafi valdið þar nokkrn um. Klukkutímum eða dögum síðar sást gufa stíga upp úr hrauninu (13. mynd), og var þar senni- lega kominn snjórinn, sem varð undir hrauninu, sem gufa. Lík fyrirbæri voru algeng í Heklugosinu síðasta. Upp úr hrauninu sáust einnig stiga bláleitar gufur, líklega eink- um brennisteinstvísýrlingur (SO2) og aðrar gosgufur. Einkum súrn- aði manni í vitum í nánd við eldstöðvarnar. Úr gufum þessum sett- ust víða til sölt sem hvítar skellur, svo og brennisteinn. Þetta útfall hefur ekki enn verið efnagreint. Nýja hraunið breiddist yfir eldri Öskjuhraun í Öskjuopi, en þau ertt austan til mjög orpin vikri (Vikrar) frá Öskjugosinu 1875. Hraunið hefur því verið neí'nt Vikrahraun (11. mynd). Vikrahraun er rúmir 9 km að lengd og þekur um 11 km2 lands. Meðalþykkt hraunsins mun vera 8—10 m, svo að rúmmál þess mun vera nálægt 100 millj. m8 (0,1 km3). Vikrahraun er því fjórum sinn- um minna að flatarmáli en hraunið, sem kom upp í Heklugosinu 1947—48, en föstu gosefnin tíu sinnum minni að rúmmáli, enda stóð Heklugosið í 13 mánuði, en Öskjugosið 1961 líklega aðeins í 6 vikur. Vikrahraun er úfið apalhraun nema hraunið, sem rann eftir 6. nóv., er storknaði sent helluhraun. Bergið í Vikrahrauni er samkvæmt rannsóknum Guðmundar E. Sigvaldasonar basalt (blágrýti)1) með glerkenndum grunnmassa og nokkru af smáum feldspat- (basiskt plagioklas) og pyroxendílum. Kísilsýrumagn (Si02) basaltsins er um 51%. 1) Storkuberg, ]). e. storknuð hraunkvika, er almennt llokkað á tvennan liátt: 1) eftir kísilsýrumagni (SÍO2) og 2) eftir því, hvort storknunin hefur farið fram í iðrum jarðar (innskot): djúpberg, eða á yfirborði (t.d. hraun): gosberg. SiOo djúpberg gosberg Helztu steintegundir 45-52% gabbró basalt (blágrýti) kalk- og natronfeldspat, olivin, pyroxen. 52-65% syenit trakyt natron-, kalí-, kalk- diorit andesit feldspat og pyroxen. 65-80% granít granofýr líparít kalífeldspat, kvarz og glimmer.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.