Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 30
20 NÁTTÚRUFRÆÐING U RIN N inginn (Lactarius torminosus). Hann þekkist á því, að séu blöðin skert smitar úr þeim mjólkurlitur vökvi með sterku bragði. Þá fylgja birkinu ýmsar tegundir af bleikjusvepp (Hebeloma) og trefling (Cortinarius). Kúalubbinn telst til ættarinnar Boletaceae, sem kölluð hefur ver- ið pípusveppir á íslenzku. Þeir líkjast að gerð hinum venjulegu blaðsveppum (Agaricales), nema hvað hér eru pípur neðan á hatt- inum, í stað blaða. Gróin þroskast í pípunum. Löngum hefur tíðkazt að telja Bóleta-ættina til borusveppa (Polyporala). Boru- sveppirnir hafa einnig eins konar pípur (borur, porae), neðan á hattinum, en hattur þeirra er seigur og leðurkenndur, oft margær og því allt öðru vísi en hattur pípusveppanna, sem er linur og kjötkenndur og varir aðeins skamman tíma. Borusveppirnir lifa flestir á viði og valda fúa í honum. Pípusveppirnir lifa í jarðvegi og eru flestir mýkorhizu-sveppir. Þess vegna telja nú flestir þá skyld- ari blaðsveppunum, eða sem i'lokk út af fyrir sig (Boletales). Mætti þá hugsa sér, að pípurnar séu ummynduð blöð. Hér á landi teljast vaxa sex tegundir pípusveppa, sem má að- greina þannig: I Pípulagið hvítt eða gráleitt, síðar brúnleitt. Stafur grár, svart- hreistraður......................................B. scaber. 1" Pípulagið gult eða brúngult. Stafurinn ekki með svörtu hreistri, oftast gulur eða brúnleitur.................... 2 2 Stafurinn með hring...................................... 3 2" Stafurinn hringlaus...................................... 4 3 Hatturinn súkkulaðibrúnn. Undir furu ............ B. luteus. 3" Hatturinn rauðgulur. Undir lerki ............... B. elegans. 4 Stórvaxin tegund. Stafur með netmunstri ......... B. edulis. 4" Smærri tegund. Stafurinn ekki netmunstraður .............. 5 5 Hatturinn fín-flauelshærður. Pípul. gult . . B. subtomentosus. 5" Hatturinn skinnkenndur. Pípul. ryðbrúnt. Stafurinn með gul- um safa. Brennandi á bragðið................. B. piperatus. Kúalubbi Boletus scaber Bull. All-stórvaxinn (hatturinn getur orðið um 25 cm í þvermál). Hatturinn hvelfdur eða hálfkúlulaga, grár, grábrúnn, stundum al- veg brúnn, dálítið slímugur, einkum í röku veðri og smitar þá af

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.