Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 32
22 NÁTTÚRUFRÆÐINGU R I NN að álykta, að hann hafi borizt hingað með barrviðarfræi eða -plönt- um. Talinn mjög góður matsveppur erlendis, enda á suraum málurn kallaður smjörsveppur, sem mun benda til gæða hans. Lerkisveppur Boletus elegans Fr. (samnefni: B. Grevillei) Hatturinn 5—12 cm á br., gulur, gulrauður eða gullgulur, breið- hvelfdur, slímugur. Pípu- lagið brennisteinsgult, oft dálítið niðurvaxið á stafinn (niðurstafa). Stafurinn gul- brúnn eða rauðgulur, með meira eða minna greinileg- um hring. Vex í sambandi við lerki- tré. Fallegur og áberandi sveppur og góður mat- sveppur. Fyrst fundinn á Ha!l- ormsstað 1935, af Christian- sen. Er nú víðast hvar þar, sem lerki hefur verið plant- að. Um liann er það sama aö segja og um furusveppinn, að hann er vafalaust innfluttur meö barrviðarplön tum. Ætilubbi Boletus edulis Bull. Stórvaxin tegund (10— 15 (20) cm). Hatturinn hvelfdur, ljós- eða dökkbrúnn, þykk- og þéttholda. Pípulagið gult (sítrónuguft); hvítt á mjög ungum eintökum, en grængult á gömlum, lausstafa. Hatt- iioldið hvítleitt, með rósrauðum blæ, sem kemur einkum fram, ef það er sært. Stafurinn þykkur og þéttur, oft íboginn, með sérkenni- legu netlaga munstri. Er munstrið hvítt og skilur sig vel frá gul- leitum grunni stafsins. Einkum er þetta munstur áberandi efst, upp við hattinn. Sveppurinn minnir að vaxtarlagi og hattlit á kúa- lubbann, en er auðþekktur frá honum á gula pípulaginu, svo og netmunstrinu. Sveppur þessi fannst fyrst af iiöfundi þessarar greinar, sumarið 2. mynd. Lerkisveppur (% náttúrleg stærð).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.