Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 36
26
NÁTTÚRUFRÆÐIN G U R I N N
veðrað og étið land, verður oft Ijóst, að það er að minnsta kosti
miklu lengra síðan jökull þakti það land en ísrákuðu svæðin í
grennd.
Eitt þeirra svæða, þar sem útbreiðsla jurta hefur þótt benda til
íslausra skika, er Eyjafjörður utanverður. Á árunum upp úr 1940
kannaði ég hér útbreiðslu jökulmenja og kortið á 1. mynd er tekið
úr ritgerð um þær rannsóknir (1). Af hinum auðkenndu stöðum,
svo og af punktalínum, má greina afstöðuna til nútíma lands.
Dökku svæðin eru þau, sem staðið hafa upp úr jöklum, þar finn-
ast engar menjar jökulþekju.
Úti við Kaldbak náði mesti jökull, sem rann norður Eyjafjörð,
og merki sjást eftir, 500 m upp fyrir núverandi sjávarmái. Ofan
við þau mörk voru hlíðar Kaldbaks að mestu auðar og hefði nokk-
ur gróður átt að geta þrifizt þar. Enn athyglisverðara er þó, að
jöklar, sem gengu út Leirdalsheiði og Bakkadal í Fjörðum, voru
orðnir svo þunnir nyrzt, að hinn lági Þorgeirshöfði (mesta hæð
211 m) hélzt íslaus á milli þeirra. Þarna var þá láglendur skiki,
um 4 km2 að stærð, sem verið hefur auður og vafalítið gróinn.
Auk þess hefur vafalaust verið autt þurrt svæði norður af honum,
vegna þess að sjór hefur staðið þarna að minnsta kosti 50 m og
líklega allt að 100 m neðar en i dag miðað við landið.
Á Þorgeirshöfða lifði fjallabrúða af síðustu ísöld, eins og álykta
má af því, að hún er mikið útbreidd á þessum höfða, en ófundin
á tugkílómetra svæði þar í kring, samkvæmt upplýsingum frá Ingi-
mar Óskarssyni grasafræðingi.
Auk þeirra svæða, er ég gat um, hefur mikið fjalllendi staðið
upp úr jöklum á þessu svæði, eins og kortið gefur til kynna, og á
einum slíkum skika við Svarfaðardal liefur Ingimar fundið fjalla-
brúðuna einangraða. (Á svæðinu norðan Ólafsfjarðar liefur fjöldi
toppa og rinda staðið upp úr jöklum, þótt það sé ekki sérstaklega
sýnt á kortinu.)
Athuganirnar á Kaldbak og Þorgeirshöfða sýna, að svæðin liafa
örugglega verið íslaus á síðustu ísöld, þ. e. Wurm-ísöldinni, og
nær þá gróðursagan þarna að minnsta kosti yfir 100.000 ár. Hitt
er erfiðara að færa sönnur á, að svæðin hafi einnig verið íslaus á
fyrri ísöldum. Ég tel þó sterk rök hníga að því, að svo hafi verið,
þótt það verði ekki rætt frekar hér.
Annað svæði á landinu, þar sem reiknað hefur verið með íslaus-