Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 46
.86
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
er virtist af kúskel. Þar sem ég hafði engin tæki til að losa kúl-
una úr berginu eða brjóta úr henni, varð ekki meira úr athugun
að þessu sinni. En ég hugði gott til að koma þarna aftur betur
búinn.
Þetta sumar, 1952, hófst samvinna með okkur Jóhannesi Ás-
kelssyni unr rannsókn á steingervingunum í Skammadalskömbum
og nágrenni. Og er hann kom hingað í þeim erindum í ágúst-
mánuði, skruppum við báðir austur í Núpa í Höfðabrekkuheiði
og fundum þar þá nokkrar kúlur í viðbót, og voru skeljar í sum-
unr. Okkur þótti sýnt, að þessar kúlur væru til komnar á sama
hátt og þær, sem við höfðum þegar athugað í Skammadalskömb-
um og nágrenni, á báðum stöðunum væru þær xenólítar („að-
komusteinar“, „franrandsteinar"), þ. e. óskyldar gosmóberginu,
sem þær liggja nú í, en sprengdar úr eldra berglagi, sem dýpra
liggur, og bornar upp þaðan í hinu sama gosi sem myndaði mó-
bergið. Það berg, sem þessir xenólítar eru af brotnir, er bersýni-
lega setberg, myndað á sjávarbotni. Þar sem þeir liggja nú, að-
fluttir neðan úr djúpinu, virtust okkur Jóhannesi þeir fylgja
einu vissu lagi í móberginu.
Hér læt ég útrætt um athuganir okkar Jóhannesar Áskelssonar
í Skammadalskömbum og annars staðar í Mið-Mýrdalnum, en
vísa um þær til áðurnefndrar ritgerðar hans. Eins og nærri má
geta, var mér ómetanlegur styrkur að samvinnunni við svo ágæt-
an vísindamann.
Það, sem hér fer á eftir, er um mínar eigin rannsóknir, fyrst
og fremst í Höfðabrekkuheiði. Þó kemst ég ekki hjá að geta hér
einnig nokkurra athugana minna í Skammadalskömbum til sam-
anburðar enda er sá staður að sumu leyti fróðlegri, liggur betur
við rannsókn og hægari heimatökin, þar sem Skammadalskambar
eru að heita má við bæjarvegginn hjá mér.
II. Núpar í Höfðabrekkuheiði — Landslag og jarðlög.
Eftir ferð okkar Jóhannesar Áskelssonar austur í Núpa 1952
komst ég ekki til að athuga þar neitt að ráði fyrr en haustið 1960.
En þá kannaði ég alla austurbrún Höfðabrekkuheiðar frá Há-
felli inn að Súgandagili ásamt hluta af Lambaskörðum, og tókst
mér þá að finna ýmislegt markvert til viðbótar því, sem áður