Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 39 2. mynd. Brot („kúlur") úr sjávarseti í móbergi. I. móberg, 2 sandsteinn, 3 leirsteinslög, 4 skeljar, 5 basaltvölur. Xenoliths in palagoiiite tujj. 1 palagonite tuff, 2 sandstone, 3 mud- stone, 4 shells, 5 basalt pebbles. larið, og má þar sums staðar finna tómar liolur eftir kúlur, sem liafa veðrazt upp. 6. í hábrúninni norðan við Núpakambinn sér á kafla í gráleitt þunnt berglag ofan á kúlnalaginu, og virðist það harðnaður jökul- ruðningur eða fornir aurar jökulvatna. Þarna er brúnin um 120 m há y. s., svo að af því, sem fyrr var sagt urn hæð sandsins við brekkuræturnar, má sjá, að samanlögð þykkt allra framangreindra berglaga er aðeins nál. 70 m. í sjálfum Núpakambi gætir blágrýtislaganna ekki, en ekki sést greinilega, hvernig afstaða þeirra er til hans, því að norðan við hann er allt berg hlíðarinnar hulið þykkum grónum jarðvegi frá sandi að brún, aðeins hábrúnin gróðurlaus. í Kambinum er kúlnalagið efst, en undir því virðist mér helzt, að hann sé allur úr lítt eða ekki lagskiptu móbergi. En illa sér til þess fyrir jarðvegi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.