Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 50

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 50
40 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN III. Steingervingalegundir fundnar í Núpum. I setbergsbrotum (xenólítum) kúlnalagsins / Núpum hef ég að- eins fundið sex tegundir steingervinga, sem liafa verið greindar örugglega. Ingimar Óskarsson, náttúrufræðingur, Atvinnudeild Há- skólans, hefur góðfúslega aðstoðað mig við greiningu þeirra. Teg- undirnar eru þessar: Kúskel Cyprina. islandica. Bæði samlokur (í lífsstellingum) og stakar skeljar. — Kúskel lifir hæði í hlýjum og köldum sjó, algeng nú kringum allt land, mest á 0—100 m dýpi. — Finnst einnig stein- gervingur í Skammadalskömbum og Tjörneslögunum. H a 111 o k a Macoma calcarea. Algengar bæði samlokur og stak- ar skeljar. — Hallloka er mjög útbreidd tegund, lifir allt umhverfis land á 0—150 m dýpi og við strendur Evrópu, a. m. k. frá Noregi til Frakklands. — Algengur steingervingur bæði í Skammadalskömb- um og á Tjörnesi. — í samanburði við núlifandi tegundir virðast mér eintökin bæði úr Núpum og Skammadalskömbum nokkru lengri og nær því að vera rétt sporöskjulöguð. Bergbúi Zirphaea crispata. Ein brotin, hálfopin samloka. — Bergbúi er grunnsævistegund. Hann finnst hér við land, en er ekki talinn algengur. — Algengur við strendur Norðursjávar. — Hefur ekki fundizt í Skanunadalskömbum, en aftur á móti á Tjörnesi. Kræklingur Mytilus edulis. Örfá eintök og aðeins stakar skeljar. — Kræklingur er mjög útbreidd tegund og hefur mikla að- lögunarhæfni um hita og kulda. Algengastur á 0—20 m dýpi. Krókskel Serripes groenlandicum. Þrjár stakar skeljar. — Krókskel mun vera helzta kaldsævistegundin, sem ég hef fundið í Núpum; getur þó lifað við svipaðan sjávarhita og nú er hér við suðurströndina. Hún er nú mjög útbreidd í norðurhöfum, mest á 0—120 m dýpi, og finnst hér við land. — Hún hefur ekki fundizt í Skammadalskömbum, en aftur á móti í Tjörneslögunum. ígulskel Cardium echinatum. Ein skel. — ígulskel lifir nú við Suður- og Vesturland, einnig í Norðursjó og víðar við strendur Evrópu, algengust á 15—150 m dýpi. — Hefur fundizt hæði í Skammadalskömbum og Tjörneslögunum. Auk þessa hef ég fundið tvær smáar skeljar, svo illa farnar, að þær urðu ekki greindar til tegundar. Önnur er þó ugglaust Car- dium sp.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.